Áheitin komin yfir 8 milljónir króna

Áheitin sem safnast í WOW cyclothon-keppninni renna til Landsbjargar.
Áheitin sem safnast í WOW cyclothon-keppninni renna til Landsbjargar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áheitasöfnun WOW cyclothon-hjólreiðakeppninnar eru nú komin yfir átta milljónir króna. Töluverð aukning hefur orðið á fjölda áheita það sem af er degi og er greinilegt að fólk vilji heita á liðin áður en þau koma í mark. Búist er við að flest lið ljúki keppni á næstu klukkustundum en áheitakeppninni lýkur annað kvöld.

Lið ÞG Verk var fyrst til að safna einni milljón króna og standa nú í 1.016.000 krónum. Næst á eftir kemur R&R1 með tæpar 700 þúsund krónur. Hljóta meðlimir þess liðs sem sigrar áheitakeppnina, gjafabréf frá WOW air í verðlaun.

Annað árið í röð renna áheitin sem safnast í keppninni til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en hálendisvakt félagsins hófst víðsvegar um landið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert