Hjóla í minningu góðs vinar

Þrátt fyrir að í liðinu séu 10 manns segja strákarnir …
Þrátt fyrir að í liðinu séu 10 manns segja strákarnir að þeir séu í raun ellefu að Friðjóni meðtöldum. Ljósmynd/TeamFritz

„Við héldum í upphafi að hugmyndin væri grín,“ segir Ragnar Santos, einn tíu meðlima í liðinu TeamFritz, sem nú tekur þátt í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni. Hópurinn ákvað í fyrra að taka þátt í keppninni til að heiðra minningu vinar síns, Friðjóns Fannars Hermannssonar, sem lést langt um aldur fram fyrir um tveimur árum.

„Þetta var hugmynd sem einn úr hópnum, Finnur Beck, kastaði fram í fyrra. Við tókum það nú ekkert alvarlega í upphafi en svo fór hann að pressa á okkur. Það var síðan ekki hægt að segja nei þegar það átti að gera þetta til minningar um Friðjón,“ segir Ragnar, sem hafði ekki átt hjól frá barnsaldri. Það sama átti við um hina meðlimi hópsins að upphafsmanni hugmyndarinnar, Finni Beck, undanskildum.

„Við fórum bara allir og keyptum okkur hjól síðasta haust. Við höfðum ekki hjólað frá því við vorum börn en ákváðum að byrja að æfa síðasta haust. Það var síðan lítið æft í vetur en menn byrjuðu að æfa aftur nú í byrjun sumars, þó mismikið,“ segir Ragnar.

Sjá samtal við Ragnar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert