Orkumikli vallarstjórinn

Það er mikil eftirvænting á heimili Rúnars fyrir Landsmót hestamanna …
Það er mikil eftirvænting á heimili Rúnars fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á morgun. Rúnar sér um allar verklegar framkvæmdir á svæði mótsins og sér til þess að vellir og reiðstígar í Víðidal séu í sínu besta standi. mbl.is/Valli

„Ég er eiginlega búinn að vera hérna samfleytt í þrjár vikur. Það er eins gott að það er stutt heim til mín svo ég geti lagt mig inn á milli,“ segir Rúnar Bragason, vallarstjóri Landsmóts hestamanna.

Rúnar, sem rekur fyrirtækið Kranaþjónustu Rúnars, hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur við að gera svæðið í Víðidal klárt fyrir mótið sem hefst á morgun en hann sér um allar verklegar framkvæmdir á svæðinu ásamt því að sjá til þess að vellir og reiðstígar í Víðidalnum séu í góðu standi.

„Ég gerði þetta líka 2012 og það er mjög gaman að taka þátt í svona verkefni, þetta er svolítið eins og að vinna í lóðinni heima hjá sér þar sem ég er með hesthús þarna á svæðinu.“

Sjá samtal við Rúnar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert