Hættu að væla og komdu að kæla

Andri nýtur þess að baða sig upp úr hreinu íslensku …
Andri nýtur þess að baða sig upp úr hreinu íslensku vatni úti í náttúrinni, hvar og hvenær sem er.

Kuldameðferð varð til þess að Vilhjálmur Andri losnaði við bakverki, mígreni og þunglyndi. Hann segir kuldameðferð magnað tól til bættrar heilsu og nú býður hann fólki upp á námskeið.

„Við ætlum að blanda saman kuldameðferð og öndunaræfingum á þessu námskeiði. Þetta er fyrir alla, fólk þarf ekki að hafa einhverja sérstaka hæfileika eða búa yfir tækni, það þarf bara að gera. Við ætlum að blanda inn í þetta því sem við köllum „waves“, sem er spuni þar sem fólk getur tjáð sig á frjálsan hátt, opnað líkama sinn með hreyfingum. Til að tjá sig með líkamanum, þarf ekki að vera í sérstöku formi,“ segir Vilhjálmur Andri lífsþjálfi, en hann og unnusta hans, Tanit Karolys jógakennari, ætla að bjóða upp á námkeið í júlí sem þau kalla Hættu að væla og komdu að kæla.

„Eins og nafnið gefur til kynna snýst þetta um kulda, en kuldameðferð er ekki ný af nálinni, hún hefur sannað sig og gerir fólki gott bæði líkamlega og andlega, það hefur verið sýnt fram á það með virtum rannsóknum. Ég hef reynt þetta á eigin skinni, en ég byrjaði sjálfur í kuldameðferð fyrir nokkrum árum og það gjörbreytti öllu hjá mér. Ég vil bera boðskapinn áfram því mér finnst yndislegt að verða vitni að breytingu til batnaðar hjá fólki,“ segir Andri og bætir við að fólk þurfi ekki að óttast kuldann.

Sjá samtal við Vilhjálm Andra í heild í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »