Er kjararáð ósnertanlegt?

Jón Þór Ólafsson ásamt Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Jón Þór Ólafsson ásamt Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Valgarður Gíslason

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði fyrir helgi frá máli sem VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni, höfðaði vegna ákvörðunar kjararáðs árið 2016 eru vonbrigði að mati VR.

Í fréttatilkynningu frá VR segir að niðurstaðan knýi fram ákveðnar réttarfarslegar spurningar um hver ábyrgð dómstóla gagnvart kjararáði sé, „og ef dómstólar hafi ekki ákvörðunarvald gagnvart kjararáði, hver gegnir þá slíku hlutverki? Er kjararáð ósnertanlegt?“

VR og Jón Þór kröfðust þess að ákvörðun kjararáðs frá því í október 2016, um hækkun á þingfarakaupi alþingismanna og launakjörum ráðherra, yrði ógilt með dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert