Júnímánuður skrapar botninn í Reykjavík

Þetta hefur verið algeng sjón í Reykjavík upp á síðkastið.
Þetta hefur verið algeng sjón í Reykjavík upp á síðkastið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 71 sólskinsstund mældist í Reykjavík í júní en áður höfðu fæstu sólarstundirnar í júnímánuði frá 1914 mælst árið 1988 þegar 72 sólarstundir voru skráðar í Reykjavík. Meðalhiti var 8,6 gráður, sem er það kaldasta á öldinni, en kaldara var árið 1997 í höfuðborginni.

Dimmur júnímánuður kemur í framhaldi af blautum maí en í Reykjavík mældist úrkoman þá 128,8 mm sem er nærri þrefalt meira en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur í maímánuði frá upphafi mælinga í Reykjavík. Þá rigndi hvern einasta dag í höfuðborginni.

Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem áður hafði gefið júní­mánuði 0 í sum­ar­ein­kunn, segir á bloggsíðu sinni að ekkert samband sé á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí. Sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi.

Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði,“ skrifar Trausti.

Hiti á landinu öllu var í meðallagi í júní, þó hann hafi verið undir meðallagi í Reykjavík. Þar var hámarkshitinn 13,2 gráður en á sama tíma var meðalhámarkshitinn á Egilsstöðum 15,4 gráður og komst hann margoft yfir 20 gráður fyrir austan.

Það var bongóblíða fyrir austan í júní.
Það var bongóblíða fyrir austan í júní. mbl.is/Sigurður Bogi

Sólarleysið segir til sín, en hinn þungbúna júní 1988 slefaði hámarkið í Reykjavík þó í 14,2°C í mánuðinum. Meira að segja hið fræga kuldasumar 1983 var hámarkshitinn mun hærri í júní en nú. Júní 2018 hlýtur að skrapa einhvern algeran botn í Reykjavík í þessum efnum,“ skrifar veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Facebook-síðu sína.

Einar reynir auk þess að útskýra það sem hann kallar „óvenjulega tíð“ sem staðið hafi linnulítið frá 30. apríl. Sunnan- og suðvestlægar áttir hafi verið ríkjandi allt frá mánaðamótum apríl/maí, lægðagangur við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands.

Rigningin í Reykjavík er mjög mikil í sögulegu samhengi en samanlögð úrkoma í maí og júní eru 243 mm. „Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989,“ skrifar Einar og bætir við að alveg þurrir dagar í Reykjavík hafi eingöngu verið fimm eða sex frá 30. apríl til 30. júní. Einar mun bæta við frekari skýringum á Facebook-síðu sína og segir að færsla frá því í morgun hafi verið fyrsti kafli af fjórum.

mbl.is

Innlent »

Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn

14:21 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ólafi og Karli. Meira »

Þegar orðið tjón vegna verkfalla

13:45 Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að fá fyrirspurnir frá samstarfsaðilum sínum vegna boðaðra verkfallsaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is. Hann segir fréttir af stöðunni á Íslandi hafa ratað út fyrir landsteinana. Meira »

Gefur lítið fyrir útreikningana

13:25 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vísar því á bug að kröfur félagsins myndu leiða til 70% - 85% launahækkana. Í samtali við mbl.is segir hann að grundvallarkrafan sé að hækka lágmarkslaun í 425 þúsund krónur á þremur árum og að útfærsla þess sé ekki mótuð. Meira »

Stefán þurfi að skýra skrif sín betur

13:18 „Það er fólk á bak við verkin og við getum ekki hætt að benda á það sem er ekki í lagi,“ segir Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, en honum finnst Stefán Eiríksson borgarritari þurfa að skýra betur skrif sín um háttsemi borgarfulltrúa á lokuðum vettvangi starfsmanna Reykjavíkurborgar í gær. Meira »

Segir stefna í hörðustu átök í áratugi

12:48 „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal forseti ASÍ í forsetapistli sínum. Meira »

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

12:12 Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð á Akureyri 1. mars. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar. Meira »

Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna

11:49 Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suðureyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með réttum hætti. Meira »

Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm

11:19 Sigurður Kristinsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða. Auk hans voru tveir til viðbótar dæmdir til fangelsisvistar. Meira »

VR á fund Almenna leigufélagsins

11:12 Fulltrúar VR munu funda með Almenna leigufélaginu í húsakynnum þess klukkan þrjú í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá leigufélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, óskaði eftir fundinum vegna hækkunar leiguverðs. Meira »

Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun

11:02 Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Guðrún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009 og mun því gegna embættinu áfram. Meira »

Fundahöld óháð verkfalli

11:01 „Verkfallsboðun breytir engu um það að verkefnið er áfram hjá okkur. Við höfum þá lagaskyldu að boða fund innan fjórtán sólarhringa,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is, spurð um framhald viðræðna sem formlega slitið var í gær. Meira »

Iceland Seafood sameinar dótturfélög

10:57 Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni, Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð hluti af ISI-samsteypunni í september á síðasta ári, í kjölfar kaupa ISI á Solo Seafood sem þá var aðaleigandi Icelandic Ibérica. Meira »

Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns

10:26 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að taka ekki kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna borgarstjórnarkosninga 2018 til efnislegrar meðferðar. Er málinu því vísað frá, en Vigdís hyggst halda áfram með málið. Meira »

Seldu starfsmanni fimm bíla

10:26 Félagsbústaðir seldu starfsmanni fimm notaða bíla síðastliðið haust fyrir samtals 600 þúsund krónur. Auk þess var dóttur annars starfsmanns seldur bíll fyrir 180 þúsund krónur. Var þetta gert eftir að almennar bílaauglýsingar báru ekki árangur. Meira »

LÍV vísar deilunni til sáttasemjara

10:24 Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Meira »

Loka svæði á Skógaheiði

10:15 Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að loka svæði á Skógaheiði frá og með morgundeginum. Lokunin nær upp frá Fosstorfufossi, sem er um 650 metrum ofan við útsýnispall við Skógafoss. Ráðist er í lokunina af öryggisástæðum og til þess að vernda gróður. Meira »

Munu bíta fast þar sem þarf að bíta

09:16 Fundað verður í höfuðstöðvum VR í hádeginu þar sem samninganefnd félagsins mun fara yfir aðgerðaáætlun þess í kjölfar þess að kjaraviðræðum félagsins ásamt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær. Meira »

Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár

09:12 Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur í ár verði 1,7% í endurskoðaðri þjóðhagsspá að vetri, sem birtist í Hagtíðindum í dag. Spáin tekur til áranna 2018-2024 og er gert ráð fyrir því að hagvöxtur næstu ára verði á bilinu 2,5-2,8%. Meira »

Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð

08:18 Víða um land flæddi sjór upp á hafnarbakka á stórstraumsflóði í gærmorgun. Einna mest urðu áhrifin á Flateyri þegar rafmagn sló út í bænum eftir að sjór flæddi inn í masturshús á bryggjunni en þar eru rafmagnstöflur fyrir hafnarsvæðið. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
NUDD LÁTTU ÞER LÍÐA VEL.
Verð fjarverandi fram i mars. Set inn auglysingu þegar eg kem til vinnu aft...