Ákærður fyrir að nauðga konu í tvígang

Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í janúar árið 2015 nauðgað konu með því að hafa í tvígang, gegn hennar vilja, haft samræði við hana. Fram kemur í ákæru málsins að maðurinn hafi ítrekað reynt að rífa niður nærbuxur konunnar og þrátt fyrir að hún hafi ítrekað híft þær upp og sagt nei við manninn hafi hann haft samræði við hana.

Talið er að brot mannsins varði við 1. mgr.  194 gr. almennra hegningarlaga, en brot við þeirri grein getur varðað fangelsi frá 1 ári og upp í 16 ár.

Þá fer konan fram á að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 4 milljónir auk vaxta í miskabætur.

Málið var þingfest í dag, en um er að ræða lokað þinghald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert