Fyrirtækin að fara úr landi

Að sögn SI hefur störfum í framleiðsluiðnaði, utan fiskvinnslu, aðeins …
Að sögn SI hefur störfum í framleiðsluiðnaði, utan fiskvinnslu, aðeins fjölgað um rúmt þúsund frá 2013, úr tæpum 16 þús. í rúm 17 þús. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórnvöld verða að bregðast við versnandi stöðu framleiðslufyrirtækja með skýrri atvinnustefnu. Annars er hætta á að fleiri framleiðslufyrirtæki og störf fari úr landi.

Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Það sé að koma á daginn að íslenskt hagkerfi standi ekki undir svo háum launum nema framleiðni aukist.

„Það er hætt við að iðnaður sem fer úr landi komi ekki aftur. Framleiðslufyrirtæki hafa verið að hagræða og segja upp fólki í vetur. Það segir sína sögu þegar fyrirtæki vilja annaðhvort færa hluta starfseminnar utan eða telja sig ekki geta keppt við erlenda keppinauta vegna þess hversu hár innlendur kostnaður er orðinn. Laun og vaxtakostnaður eru lægri erlendis, sem og skattar og tryggingagjald. Þessi skilyrði eru erfið fyrir ný fyrirtæki sem og þau eldri. Hættan er sú að ný fyrirtæki verði síður til,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert