Fjórðungur gesta á landsmótinu útlendur

Á Landsmóti hestamanna í Víðidal.
Á Landsmóti hestamanna í Víðidal. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðdráttarafl íslenska hestsins nær langt út fyrir landsteinana. Talið er að fjórðungur gesta á Landsmóti hestamanna í Víðidal í ár sé erlendur.

Einnig eru komnir um 40 erlendir blaðamenn til að fjalla um mótið, flestir frá Evrópu en einhverjir frá Norður-Ameríku.

Íslenski hesturinn á sérstökum vinsældum að fagna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Sem dæmi eru skráð 39 þúsund íslensk hross í Danmörku og 31 þúsund í Svíþjóð. Líklegt er að einhverjir hestar verði seldir úr landi eftir mótið, að því er fram kemur í umfjöllun um hestamótið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert