Gildi gömlu gróðurhúsanna verði metið

Njörður Sigurðsson við gömul gróðurhús við götuna Þelamörk í miðjum …
Njörður Sigurðsson við gömul gróðurhús við götuna Þelamörk í miðjum bænum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Gróðurhúsin hafa verið stór hluti af bæjarmyndinni hér og henni ber okkur að viðhalda eins og tök leyfa,“ segir Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði.

Skömmu fyrir kosningar í vor samþykkti bæjarstjórn Hvergerðinga að gerð yrði úttekt á sögulegu gildi gróðurhúsa í bænum, það er hvort ástæða sé til þess að varðveita einstök hús, sakir fágæts byggingastíls eða ef þau eru áberandi í bæjarmynd.

Máli þessu verður áfram unninn framgangur af nýrri bæjarstjórn, en frumkvæðið kemur frá Nirði sem er bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Okkar Hveragerði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »