18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

Fimm bæjarstjórar eru meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss.
Fimm bæjarstjórar eru meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss. mbl.is/Árni Sæberg

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi en umsóknarfrestur rann út 2. júlí. Upphaflega sóttu 23 um stöðuna en fimm drógu umsókn sína til baka eftir að listi með umsækjendum var birtur umsækjendum.

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Gísli Halldór Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði, eru meðal umsækjenda. Þá eru Ásta Stef­áns­dótt­ir, sem lét af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, Magnús Stefánsson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði, og Björn Ingi Jónsson, fráfarandi bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, einnig meðal umsækjenda.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarráði Ölfuss verður lögð áhersla á að ráðningarferlið gangi hratt fyrir sig og að nýr bæjarstjóri hefji störf sem fyrst.

Nöfn um­sækj­enda í staf­rófs­röð eru þessi:

Anna Greta Ólafsdóttir sérfræðingur

Ármann Halldórsson framkvæmdastjóri

Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri

Baldur Þórir Guðmundsson útibússtjóri

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Björn S. Lárusson verkefnastjóri

Daði Einarsson verkefnastjóri

Edgar Tardaguila, móttaka

Elliði Vignisson bæjarstjóri

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri

Glúmur Baldvinsson, MSc í alþjóðastjórnmálum

Gunnar Björnsson viðskiptafræðingur

Linda Björk Hávarðardóttir verkefnastjóri

Magnús Stefánsson bæjarstjóri

Ólafur Hannesson framkvæmdastjóri

Rúnar Gunnarsson sjómaður

Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri

Valdimar O. Hermannsson rekstrarstjóri

mbl.is