„Strax byrjuð að lesa skýrsluna“

Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar munu kynna sér efni norsku skýrslunnar í þaula. …
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar munu kynna sér efni norsku skýrslunnar í þaula. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum strax byrjuð að lesa skýrsluna,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands í samtali við blaðamann mbl.is. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi skilaði í dag lokaskýrslu sinni um hrap þyrlu af gerðinni Airbus H225 Super Puma við Turøy í Hörðalandi.

Þrettán manns létust í slysinu, sem átti sér stað 29. apríl árið 2016. Orsakir þess má rekja til málmtæringar í gírkassa vélarinnar, sem að endingu varð til þess að tannhjól gaf sig og aðal spaðabúnaðurinn losnaði fyrirvaralaust af þyrlunni á flugi og þeytt­ist áfram, á meðan hinn hluti þyrlunn­ar féll til jarðar.

„Svona í fljótu bragði er fátt sem virðist koma á óvart en það er of snemmt að tjá sig um skýrsluna að öðru leyti á þessum tímapunkti,“ segir Ásgeir.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrl­an sem hrapaði var sömu teg­und­ar og tvær þyrl­ur sem Land­helg­is­gæslan fær af­hent­ar í lok árs­ins eða byrj­un þess næsta, en eft­ir slysið við Turøy var lagt tíma­bundið bann við notk­un þyrla af þess­ari teg­und í Nor­egi og á Bretlandseyjum og varði það bann til júlí í fyrra, eða í um 14 mánuði.

Landhelgisgæslan mun kynna sér efni norsku skýrslunnar mjög vel og sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga vegna hennar, að sögn Ásgeirs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert