Borgarlína, stokkur og göng

Með Vatnsmýrarsvæðinu er átt við svæðið sem afmarkast af Öskjuhlíð ...
Með Vatnsmýrarsvæðinu er átt við svæðið sem afmarkast af Öskjuhlíð í austri, HÍ svæðinu í vestri og Gömlu-Hringbraut í norðri.

Hefja ætti undirbúning að lagningu vegstokks við Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu auk greiningarvinnu við Öskjuhlíðargöng strax. Þá ætti uppbyggingu Borgarlínu á Vatnsmýrarsvæðinu verði að fullu lokið fyrir árið 2025.

Þetta er meðal tillagna samstarfshóps Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um framtíðartilhögun samgangna á Vatnsmýrarsvæðinu. Hópurinn var skipaður í fyrrahaust og skilaði af sér tillögum í gær. Þær verða teknar fyrir í skipulags- og samgönguráði á næstunni.

Í skýrslunni segir þó að mjög ólíklegt sé að ráðist verði bæði í lagningu stokksins og Öskjuhlíðarganga meðan ekki er komin íbúðabyggð í Vatnsmýrina, í stað flugvallarins. Báðum framkvæmdunum sé nefnilega ætlað að létta á umferð um sömu götur, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Bústaðaveg.

Öskjuhlíðargöng eiga að létta á umferð af Kringlumýrarbraut, Miklubraut og ...
Öskjuhlíðargöng eiga að létta á umferð af Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Bústaðavegi. mbl.is/Árni Sæberg

Háskólarnir tveir og Landspítalinn eru meðal stærstu vinnustaða landsins. Talið er að einstakar ferðir á svæðinu, gangandi, hjólandi, strætó- og bílferðir, séu um 25.700 á sólarhring og 60% þeirra séu tilkomin vegna vinnustaðanna þriggja. Ráðgert er að ferðirnar um svæðið verði orðnar 45.000 árið 2025 vegna fjölgunar starfa og íbúa í nýju hverfi sem rís við Hlíðarenda.

Til að koma til móts við þá fjölgun er lagt til að ráðist verði strax í minni aðgerðir til að bæta umferðarflæði á svæðinu. Lokið verði úrbótum á umferðarljósastýringu á Bústaðavegi og Miklubraut. Þá er til skoðunar að bæta við akrein af Bústaðarvegi inn á Kringlumýrarbraut til að bæta umferðarflæði. Mælst er til þess að þessum framkvæmdum sé lokið 2020.

Hvað almenningssamgöngur snertir er lagt til að undirbúningi og uppbyggingu sérreina strætó á svæðinu verði hraðað. Langar umferðarteppur myndast að morgni og kvöldi við Háskólann í Reykjavík en að honum liggur aðeins ein gata og flennibílastæði. Þá verði strætóbiðstöðvar á svæðinu bættar.

Fyrirhuguð brú á milli Vatnsmýrar og Kársness í Kópavogi er einnig nefnd í tillögunum, en sú brú á að bera almenningsvagna, hjólandi og gangandi. Lögð er sérstök áhersla á að uppbyggingu hennar sé hraðað.

Vinnustaðirnir þrír bjóða allir starfsmönnum sínum samgöngusamninga þar sem þau sem kjósa að koma til vinnu öðruvísi en á einkabíl eru styrkt til þess, til dæmis með niðurgreiddu strætókorti. Á styrkurinn að endurspegla sparnað vinnustaðarins af minni bílaumferð og því að þurfa ekki að sjá viðkomandi fyrir bílastæði. Lagt er til að átak verði gert í kynningu þessara samninga í haust.

Bílar setja svip sinn á Háskólasvæðið.
Bílar setja svip sinn á Háskólasvæðið. Ómar Óskarsson

1.919 opin bílastæði eru við byggingar Háskóla Íslands en þeim mun fjölga um 672 á næstunni.

Við Landspítala eru 1.147 bílastæði. Eftir fyrsta áfanga uppbyggingar spítalans verða stæðin 1.600 og við heildaruppbyggingu verða stæðin 2.000.

Við Háskólann í Reykjavík eru bílastæðin 1.293 og ekki gert ráð fyrir að það breytist.

mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

Í gær, 16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Í gær, 16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
2-4 herb.húsnæði óskast til leigu
Handlaginn 39 ára einstæður faðir óskar eftir 2-4 herb. húsnæði til leigu í Reyk...
Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...