Borgarlína, stokkur og göng

Með Vatnsmýrarsvæðinu er átt við svæðið sem afmarkast af Öskjuhlíð ...
Með Vatnsmýrarsvæðinu er átt við svæðið sem afmarkast af Öskjuhlíð í austri, HÍ svæðinu í vestri og Gömlu-Hringbraut í norðri.

Hefja ætti undirbúning að lagningu vegstokks við Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu auk greiningarvinnu við Öskjuhlíðargöng strax. Þá ætti uppbyggingu Borgarlínu á Vatnsmýrarsvæðinu verði að fullu lokið fyrir árið 2025.

Þetta er meðal tillagna samstarfshóps Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um framtíðartilhögun samgangna á Vatnsmýrarsvæðinu. Hópurinn var skipaður í fyrrahaust og skilaði af sér tillögum í gær. Þær verða teknar fyrir í skipulags- og samgönguráði á næstunni.

Í skýrslunni segir þó að mjög ólíklegt sé að ráðist verði bæði í lagningu stokksins og Öskjuhlíðarganga meðan ekki er komin íbúðabyggð í Vatnsmýrina, í stað flugvallarins. Báðum framkvæmdunum sé nefnilega ætlað að létta á umferð um sömu götur, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Bústaðaveg.

Öskjuhlíðargöng eiga að létta á umferð af Kringlumýrarbraut, Miklubraut og ...
Öskjuhlíðargöng eiga að létta á umferð af Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Bústaðavegi. mbl.is/Árni Sæberg

Háskólarnir tveir og Landspítalinn eru meðal stærstu vinnustaða landsins. Talið er að einstakar ferðir á svæðinu, gangandi, hjólandi, strætó- og bílferðir, séu um 25.700 á sólarhring og 60% þeirra séu tilkomin vegna vinnustaðanna þriggja. Ráðgert er að ferðirnar um svæðið verði orðnar 45.000 árið 2025 vegna fjölgunar starfa og íbúa í nýju hverfi sem rís við Hlíðarenda.

Til að koma til móts við þá fjölgun er lagt til að ráðist verði strax í minni aðgerðir til að bæta umferðarflæði á svæðinu. Lokið verði úrbótum á umferðarljósastýringu á Bústaðavegi og Miklubraut. Þá er til skoðunar að bæta við akrein af Bústaðarvegi inn á Kringlumýrarbraut til að bæta umferðarflæði. Mælst er til þess að þessum framkvæmdum sé lokið 2020.

Hvað almenningssamgöngur snertir er lagt til að undirbúningi og uppbyggingu sérreina strætó á svæðinu verði hraðað. Langar umferðarteppur myndast að morgni og kvöldi við Háskólann í Reykjavík en að honum liggur aðeins ein gata og flennibílastæði. Þá verði strætóbiðstöðvar á svæðinu bættar.

Fyrirhuguð brú á milli Vatnsmýrar og Kársness í Kópavogi er einnig nefnd í tillögunum, en sú brú á að bera almenningsvagna, hjólandi og gangandi. Lögð er sérstök áhersla á að uppbyggingu hennar sé hraðað.

Vinnustaðirnir þrír bjóða allir starfsmönnum sínum samgöngusamninga þar sem þau sem kjósa að koma til vinnu öðruvísi en á einkabíl eru styrkt til þess, til dæmis með niðurgreiddu strætókorti. Á styrkurinn að endurspegla sparnað vinnustaðarins af minni bílaumferð og því að þurfa ekki að sjá viðkomandi fyrir bílastæði. Lagt er til að átak verði gert í kynningu þessara samninga í haust.

Bílar setja svip sinn á Háskólasvæðið.
Bílar setja svip sinn á Háskólasvæðið. Ómar Óskarsson

1.919 opin bílastæði eru við byggingar Háskóla Íslands en þeim mun fjölga um 672 á næstunni.

Við Landspítala eru 1.147 bílastæði. Eftir fyrsta áfanga uppbyggingar spítalans verða stæðin 1.600 og við heildaruppbyggingu verða stæðin 2.000.

Við Háskólann í Reykjavík eru bílastæðin 1.293 og ekki gert ráð fyrir að það breytist.

mbl.is

Innlent »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

Í gær, 21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

Í gær, 21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

Í gær, 21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

Í gær, 20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

Í gær, 19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...