Kók í plasti eina kókið sem er framleitt á Íslandi

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca Cola á Íslandi.
Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca Cola á Íslandi. mbl.is/Valgarður

„Við höfum fengið fína og stöðuga vöru frá Svíþjóð sem uppfyllir allar okkar væntingar,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.

Á rúmu ári hefur fyrirtækið einungis framleitt Coca-Cola í plasti á Íslandi en drykkurinn er framleiddur í dósum og gleri í Svíþjóð og fluttur þaðan til landsins.

Kók sem fæst í verslunum landsins inniheldur því íslenskt vatn ef það er í plasti en sænskt vatn sé það í dósa- eða glerumbúðum. Hluti framleiðslunnar var færður til Svíþjóðar fyrir rúmu ári um svipað leyti og stórverslunarkeðjan Costco hóf göngu sína hérlendis, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert