Lögreglumaðurinn krafðist 1,5 milljóna króna af Stundinni

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er annar ritstjóri Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er annar ritstjóri Stundarinnar. Ljósmynd/Aðsend

„Þarna er maður, sem hefur í þrígang verið kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn barnungum stúlkum og sem aldrei fór fyrir dóm, að hóta að draga unga konu fyrir dóm vegna umfjöllunar um þessar kærur fái hann ekki greiddar háar fjárhæðir innan sólarhrings,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, í samtali við mbl.is. Hún segir þolendur kynferðisofbeldis oftsinnis hafa gagnrýnt hversu erfitt sé að leita réttlætis fyrir dómstólum. Á sama tíma sé auðvelt að draga blaðamenn fyrir dóm. Þetta sé sorgleg staða.

Lögreglumaður, sem þrjár ungar konur hafa sakað um kynferðisbrot gegn sér er þær voru á barnsaldri, krefst þess að fá greiddar 1,5 milljónir króna í miskabætur frá blaðakonu Stundarinnar. Stundin hefur fjallað ítarlega um mál mannsins og m.a. bent á það í fréttum sínum að þrátt fyrir kærur kvennanna þriggja var hann ekki leystur frá störfum hjá lögreglunni á meðan rannsókn málanna stóð. Ein kvennanna hefur m.a. greint frá því að lögreglumaðurinn hafi verið sendur í útkall að heimili hennar fyrr á þessu ári.

Orðalagi fréttar breytt

„Okkur fannst eitthvað rangt við [kröfur lögreglumannsins] og okkur fannst við ekki getað orðið við því að greiða honum himinháar fjárhæðir eða biðja hann afsökunar,“ segir Ingibjörg Dögg. Hins vegar hafi verið komið til móts við hann og orðalagi fréttar, sem hann gerði athugasemd við, breytt. Það var að sögn Ingibjargar gert til að sýna sanngirni eins og reynt sé að gera er slíkar allar athugasemdir berist.

 „Hann fékk fullt tækifæri til þess að tjá sig við vinnslu fréttarinnar en valdi að skella á blaðakonuna þegar hún hringdi í hann,“ segir hún. „Og í stað þess til dæmis að gera athugasemd við fréttina þá fer hann fram með hótunum.“

„Áskilinn réttur“ til að höfða dómsmál

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi blaðakonu og ritstjórum Stundarinnar kröfubréf fyrir hönd lögreglumannsins í kjölfar birtingar fréttar þann 22. júní. Í bréfinu var gefinn sólarhringsfrestur til að verða við kröfunum um að greiða lögreglumanninum 1,5 milljónir króna sem og að birta opinberlega afsökunarbeiðni. Í bréfinu sagði ennfremur að „að þeim tíma liðnum sé áskilinn réttur til þess að höfða dómsmál á hendur [blaðamanninum] án frekari viðvörunar“.

Krafa lögreglumannsins snýr að orðalagi umræddrar fréttar þar sem vísað er til „nauðgunarkæra“.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, ásamt ...
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, ásamt lögmanni Stundarinnar í héraðsdómi vegna lögbannsmálsins í vetur. mbl.is/​Hari

Stundin varð ekki við kröfunum eins og fyrr segir en orðalagi fréttarinnar var breytt úr „nauðgunarkærum“ í „kynferðisbrotakærur“.

 „Það er erfitt að skilja það að maður sem hefur helst unnið sér það til frægðar að vera í þrígang kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum sé með þennan orðhengilshátt,“ segir Ingibjörg Dögg. „Ég velti því fyrir mér hvort að honum þætti raunverulega betra að orða þetta umfjöllunarefni sem meint barnaníð eða misnotkun og kynferðisbrot gagnvart börnum en að tala um nauðgunarkærur.“

Hvað eru önnur kynferðismök?

Ingibjörg segir að það liggi fyrir að hann var kærður fyrir að þröngva sér kynferðislega á börn og bendir á að í hegningarlögum sé nauðgun skilgreind sem samræði eða önnur kynferðismök. „Þá veltir maður fyrir sér hvað felist í öðrum kynferðismökum,“ segir hún og bendir ennfremur á að fyrir hendi séu  dómafordæmi um að þukl á kynfærum, líkt og ungu konurnar saka lögreglumanninn um, sé skilgreint sem önnur kynferðismök. „Þolendur hafa ítrekað gagnrýnt dómskerfið vegna þess hversu erfitt það reynist að leita réttlætis en flestar kærur vegna kynferðisglæpa eru látnar niður falla og fæstir þolendur sjá gerendur sína fara fyrir dóm. En það er mjög auðvelt að draga blaðamenn fyrir dóm og þar hafa þeir verið dæmdir fyrir að nota einstaka orð. Þeir hafa ítrekað þurft að sæta refsingu vegna þess að niðurstaða dómara hefur verið sú að heppilegra hefði verið að nota annað orðalag.“

Nefnir hún sem dæmi dómsmál þar sem blaðamenn DV voru kærðir og dæmdir fyrir að nota orðið „rannsókn“ en ekki „skoðun“. Mannréttindadómstóll Evrópu komst síðar að því að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamannanna í því máli.

Dæmd fyrir að nota orðið „mansal“

Þá var Ingibjörg Dögg sjálf ásamt Jóni Trausta, meðritstjóra sínum á Stundinni, dæmd fyrir að nota orðið „mansal“ í umfjöllun um aðstæður nektardansara. Þar horfði dómari til skilgreiningar á mansali í íslenskri orðabók en hafnaði skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna jafnvel þó að sérstaklega hafi verið tilgreint í greininni að stuðst væri við þá skilgreiningu.

„Þetta er sá veruleiki sem blaðamenn búa við,“ segir Ingibjörg. „Og fjölmiðlar búa stöðugt við þá ógn að hver sem er getur dregið þá fyrir dóm fyrir nánast hvað sem er. Þetta mál undirstrikar að okkar mati fáránleikann í því.“

Ingibjörg Dögg Dögg: Í þessi dómsmál fara peningar sem hefðu ...
Ingibjörg Dögg Dögg: Í þessi dómsmál fara peningar sem hefðu ellegar nýst til að styrkja ritstjórnirnar, þeir renna frá fjölmiðlunum í vasa lögmanna. Þannig að það er verið að nota stefnur sem tæki til þöggunar vegna þess að þeir vita að litlum fjölmiðlum blæðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Dögg segir að Stundin hafi hvorki verið að úrskurða um sekt né sakleysi lögreglumannsins í umfjöllun sinni heldur fjallað um staðreyndir málsins. „Við höfum greint frá því að hann var kærður og að málin voru látin niður falla. Hann fór aldrei fyrir dóm vegna þeirra. En það sem hefur verið gagnrýnt er að meðan rannsókn stóð þá hélt hann stöðu sinni innan lögreglunnar. [...] Við höfum gefið honum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en hann hefur hafnað því.“

Úr vasa fjölmiðla til lögmanna

Spurð hvort hún eigi von á því að lögreglumaðurinn höfði mál gegn Stundinni segist hún ekki getað svarað því. „Við mætum því ef svo ber undir. Það er sorglegt að þetta skuli vera staða fjölmiðla, að þurfa statt og stöðugt að vera að standa í þessu. Í þessi dómsmál fara peningar sem hefðu ellegar nýst til að styrkja ritstjórnirnar, þeir renna frá fjölmiðlunum í vasa lögmanna. Þannig að það er verið að nota stefnur sem tæki til þöggunar vegna þess að þeir vita að litlum fjölmiðlum blæðir.“

Ingibjörg bendir ennfremur á að dómstólar hafa oft látið málskostnað niður falla þegar mál vinnast sem þýðir að fjölmiðlar sitja engu að síður uppi með kostnaðinn sem fylgir því að verjast svona tilhæfulausum stefnum í dómssal.

Konurnar þrjár sem kært hafa lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot hafa allar stigið fram undir nafni og sagt frá reynslu sinni í fjölmiðlum. Þær segja hann  hafa þuklað á kynfærum sínum er þær voru börn. Ein þeirra var stjúpdóttir hans er meint brot áttu sér stað og hefur hún m.a. sagt hann hafa stungið fingri inn í leggöng hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun á tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónas Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...