Of kalt fyrir ánamaðkana

Maðkar rokseljast í þau fáu skipti sem þeir standa til …
Maðkar rokseljast í þau fáu skipti sem þeir standa til boða. mbl.is/Golli

Ætla mætti að sú vætutíð sem hefur ríkt sunnan- og vestanlands í sumar væri góð fyrir stangveiðimenn sem beita maðki, en ánamaðkar leita jafnan upp á yfirborðið í kjölfar rigninga.

Það hefur hins vegar ekki verið raunin vegna þess að veðrið hefur verið of kalt og maðkarnir ná því ekki að færa sig upp í gegnum kaldan jarðveginn.

„Það er bara ekki neitt,“ segir Jóhann Halldórsson hjá versluninni Veiðiportinu um framboð á maðki til sölu hjá versluninni. „Þetta hefur bara verið hrikalegt í allt sumar og við höfum aðeins fengið maðk til okkar í nokkur skipti,“ segir Jóhann að auki í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert