Sennilega stærsta skriðan

Gísli flaug dróna yfir skriðuna fyrr í dag. Eins og …
Gísli flaug dróna yfir skriðuna fyrr í dag. Eins og sjá má er um miklar hamfarir að ræða sem stífla ána. Ljósmynd/Gísli Friðjónsson

Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli við Hítardal í morgun er sennilega ein sú stærsta sem hefur fallið frá landnámi. Lögreglan í Borgarnesi hefur lokað svæðinu og segir ekki útilokað að fleiri skriður falli. Samt ekkert í líkingu við það sem var í morgun. Lögreglan vaktar ekki svæðið í nótt þar sem ekki er talið að byggð stafi hætta af. 

Sérfræðingar á sviði skriðufalla á Veðurstofu Íslands hafa í dag unnið að rannsóknum á hvað geti hafa valdið skriðuföllunum. Áfram verður unnið að rannsóknum á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggja ekki fyrir staðfestar upplýsingar um magnið sem féll í dag en væntanlega er um milljónir rúmmetra að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert