Sérfræðingar kanna skriðuna

Skriðan kom úr Fagraskógarfjalli við Hítardalsvelli.
Skriðan kom úr Fagraskógarfjalli við Hítardalsvelli. Ljósmynd/Finnbogi Leifsson

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru á leið að Fagraskógarfjalli við Hítardal þar sem stór grjótskriða féll í morgun. Sérfæðingur ofanflóðadeildar sagði í samtali við mbl.is að orsakir skriðunnar væru óþekktar og að Veðurstofa hefði enn afar takmarkaðar upplýsingar um málið. 

Áætla má að sérfræðingar Veðurstofu verði að störfum á svæðinu í dag og næstu daga. 

Finn­bogi Leifs­son, bóndi í Hít­ar­dal, grein­di frá skriðunni á Face­book-síðu sinni í morgun. Í um­fjöll­un Skessu­horns seg­ir að skriðan hafi stíflað ána. Lón hef­ur mynd­ast einn kíló­metra inn með ánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert