Skriðan stíflar Hítará

Gísli flaug dróna yfir skriðuna fyrr í dag. Eins og …
Gísli flaug dróna yfir skriðuna fyrr í dag. Eins og sjá má er um miklar hamfarir að ræða sem stífla ána. Ljósmynd/Gísli Friðjónsson

Gísli Friðjónsson, bóndi á Helgastöðum við Hítárdal, flaug í morgun dróna yfir skriðuna sem féll úr Fagraskógarfjalli og yfir Hvítá. Eins og sjá má á myndinni er um miklar hamfarir að ræða þar sem nokkur hundruð metra breið skriðan dreifir úr sér yfir dalinn og Hítará.

Þá má sjá að mikið lón er byrjað að myndast á sama tíma og lítið vatnsstreymi er fyrir neðan skriðuna, en Hítará er með betri laxveiðiám landsins. Ekki er ljóst hvort og þá hvert tjón af völdum þessa verður á veiðina.

Gísli sagði við mbl.is að skriðan væri alla vega 200 metra breið í hlíðinni, en mun breiðari á sléttunni fyrir neðan og færi einhverja 500 metra frá fjallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert