Fjöldi fólks fylgist með leitinni

Alvaro Martin og Kristinn Arnbjörnsson komu alla leið frá Kópaskeri …
Alvaro Martin og Kristinn Arnbjörnsson komu alla leið frá Kópaskeri og fylgjast spenntir með. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölda fólks hefur drifið að á Melrakkasléttu þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir og leitar að hvítabirni. Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust upplýsingar um sjöleytið um að bjarndýr hefði sést nyrst á Mel­rakka­sléttu eða suður af Hraun­hafn­ar­vatni.

Blaðamaður mbl.is sem er á Melrakkasléttu segir að fólk fylgist spennt með aðgerðum en töluverður straumur var frá Raufarhöfn á Melrakkasléttu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra ítrekaði fyrir fólki fyrr í kvöld að hringja strax í 112 ef það telur sig sjá hvítabjörn en reyna ekki að nálgast hann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er þyrlan búinn að sveima yfir Melrakkasléttunni í talsverðan tíma en ekkert nýtt hefur komið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert