Meiri sala á áfengi í sólinni fyrir austan

Gott veður og sala á áfengi hafa oft haldist í …
Gott veður og sala á áfengi hafa oft haldist í hendur. Þess mátti glöggt sjá merki í sölu Vínbúða ÁTVR á Austurlandi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Fyrstu sex mánuði þessa árs seldust um 10,3 milljón lítrar af áfengi í verslunum ÁTVR. Þetta er aukning um 2,6% frá sama tíma á síðasta ári. Af einstökum tegundum jókst salan hlutfallslega mest á freyðivíni og kampavíni, eða um 25,3%.

Af 10,3 milljón lítrum seldust ríflega 7,6 milljón lítrar af lagerbjór frá janúar til loka júní á þessu ári, sem er aukning um 2,3% á milli ára. Sala á rauðvíni jókst um 1,5% en dróst saman um 0,7% á hvítvíni. Enn meiri samdráttur varð í sölu ávaxtavíns, eða um 12%. Af því seldust 139 þúsund lítrar í ár en 159 þúsund lítrar á fyrri helmingi síðasta árs.

Minni hvítvínssala í júní

Gott veður og sala á áfengi hafa oft haldist í hendur. Þess mátti glöggt sjá merki í sölu Vínbúða ÁTVR á Austurlandi, en sá landshluti hefur fengið mun fleiri sólarstundir í sumar en t.d. suðvesturhorn landsins.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, skoðaði söluna á Austurlandi í nýliðnum júnímánuði en þar eru átta Vínbúðir; á Þórshöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og í Neskaupstað. Í þessum verslunum jókst salan um 13% í júní, miðað við sama mánuð í fyrra, og aukningin á fyrri hluta ársins er 7,3% borið saman við janúar til loka júní á síðasta ári.

„Stundum er talað um að salan á hvítvíni gefi vísbendingu um sumarveðrið. Það kemur því ekki á óvart að sala á hvítvíni í júní var 4,9% minni í ár en í fyrra,“ segir Sigrún Ósk í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »