Slembilukka að ekki varð manntjón

Skriðan er talin ein sú stærsta á sögulegum tíma á …
Skriðan er talin ein sú stærsta á sögulegum tíma á Íslandi. mbl.is/Sumarliði Ásgeirsson

„Þarna átti náttúrulega enginn von á neinu og var í sjálfu sér slembilukka að þarna varð ekki manntjón,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í samtali við fréttastofu mbl.is um skriðuna sem féll í Hítará um helgina.

„Þarna var tófugreni sem fer undir skriðuna og fyrirhugað var að liggja á,“ segir Gunnlaugur. Hann segir einnig að opna hafi átt fyrir veiði í þeim hluta árinnar þar sem skriðan féll á sunnudagsmorgun.

Boðað hefur verið til íbúafundar klukkan átta í kvöld sem mun fara fram í félagsheimilinu Lyngbrekku. Fundurinn er ætlaður til upplýsinga fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem tengjast svæðinu á einhvern hátt. Til fundarins hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar lögreglu og almannavarna, Landsbjargar, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar, Veiðimálastofnunar og Bændasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert