Tækifæri fyrir íslenskan fisk á Indlandi

Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur ...
Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur líklega ekki efni á íslenskum fiski en hótel og veitingastaðir vilja hráefni í hæsta gæðaflokki. AFP

Reply fiski hefur gengið vel að hefja sölu á íslenskum sjávarafurðum til Indlands. Þegar byrjað verður að fljúga beint til Indlands í lok árs ætti sendingartíminn að styttast töluvert og kostnaður að lækka. Fullnægja þarf ströngum formkröfum og íslenskur fiskur ber 10-30% toll.

WOW air tilkynnti fyrr á árinu að flugfélagið myndi í desember hefja beint flug frá Keflavík til Delí á Indlandi. Er reiknað með að WOW bæti við a.m.k. einum áfangastað á Indlandi og eins hefur Icelandair lýst yfir áhuga á að fljúga til Indlands.

Íslenskir fiskútflytjendur hafa nýtt tækifærið þegar flugfélögin hafa stækkað leiðakerfi sitt og tekist að opna nýja markaði fyrir ferskar íslenskar sjávarafurðir. Í tilviki Indlands virðast þreifingarnar ætla að fara hægt af stað og gat blaðamaður greint það hjá útflutningsfyrirtækjunum að þau væru ekki enn farin að gefa Indlandi mikinn gaum.

Siddharth Swaminathan, kallaður Sidd, getur aftur á móti ekki beðið eftir fyrsta beina fluginu til Indlands og segist hann vera þess fullviss að áður en langt um líður verði fiskútflytjendur búnir að fullnýta vöruflutningagetu vélanna sem fljúga til Indlands. „Í hverri vél má reikna með plássi fyrir um tíu tonn af varningi og grunar mig að til lengri tíma litið muni það alls ekki vera nóg fyrir seljendur íslensks fisks á Indlandi. Við þurfum ekki annað en að skoða hve mikið magn af fiski fer frá Íslandi til Bandaríkjanna, en á Indlandi búa fjórfalt fleiri.“

Til Indlands á innan við 70 tímum

Sidd er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Reply fiskur (www.reply.is) og hefur um nokkurra mánaða skeið selt íslenskar sjávarafurðir til Indlands í samvinnu við IQS ehf. „Við sendum fiskinn til Bangalore, Kolkata, Chennai og Mumbai með viðkomu í Evrópu. Núverandi flutningsleið er nokkuð dýr og fiskurinn þarf að bíða í uppundir átta klukkustundir á milli véla en bein tenging við Indland ætti að vera hagkvæmari og flutningstíminn töluvert styttri. Beina flugið þýðir að við eigum auðveldara með að standa við það loforð okkar að afhenda kaupendum á Indlandi fiskinn innan við 70 klukkustundum eftir að hann var veiddur.“

Sidd er sonur fyrsta sendiherra Indlands á Íslandi og hefur sterka tengingu við landið. Í gegnum Reply hefur hann selt íslenskan fisk til Bandaríkjanna, Þýskalands, landanna á Íberíuskaga og til Brasilíu, en Indland bættist við fyrir átta mánuðum. Hann segir ekki hafa gengið þrautalaust að hefja sölu á Indlandi en til mikils sé að vinna enda markaðurinn risastór. „Indland er á hraðleið með að verða fjölmennasti markaður heims og ef okkur tækist að fá aðeins brotabrot af prósenti landsmanna til að kaupa íslenskan fisk yrðu það mjög arðbær viðskipti.“

Formkröfur, leyfi og tollar

Stærsta hindrunin sem Sidd rak sig á var að indversk stjórnvöld gera ófrávíkjanlegar kröfur um að ákveðið form sé á þeim vottorðum sem fylgja íslenska fiskinum. Tók marga mánuði að fullnægja formkröfunum og kallaði á tíðar ferðir á milli ráðuneyta, en hafðist svo á endanum. „Það er ekkert sem heitir að ætla að mæta upp í ráðuneyti og ætla að fá sísvona leyfi fyrir fisksendingu sem er væntanleg næsta dag. Biðtímar eru langir og innflutningsleyfið þarf að endurnýja á sex mánaða fresti.“

Segir Sidd að margir hafi verið reiðubúnir að hjálpa Reply að yfirstíga hindranirnar og nefnir hann m.a. Sigurð Ólafsson hjá IQS, Matvælastofnun, sendiráð Íslands á Indlandi, viðskiptaráðuneyti Indlands og Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra.

Íslenskur fiskur ber 30% toll á Indlandi ef hann er fluttur inn í bitum en 10% ef fiskurinn kemur til landsins heill og segir Sidd að það hafi einkum verið Norðmenn og Skotar sem hafi gert sig gildandi á markaðinum fyrir hágæða sjávarfang á Indlandi. Reply hefur aðallega selt fisk til leiðandi hótela og veitingastaða en að mati Sidd má reikna með því að hinn almenni indverski neytandi vilji neyta meira af hollum og hreinum sjávarafurðum og að markaðurinn fyrir íslenskan fisk stækki í takt við vaxandi velsæld í indversku þjóðfélagi:

„Það sem mig langar að gera er að kenna Indverjum að njóta íslenska fisksins eins og hann er. Indverjar hafa sínar matarhefðir og eru hrifnir af bragðmiklum kryddum og þegar fiskur er eldaður á þá vegu má fela ýmislegt, svo að framúrskarandi gæði hráefnisins koma ekki endilega svo skýrt fram.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, og -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

Í gær, 19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

Í gær, 18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

Í gær, 17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

Í gær, 17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

Í gær, 16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

Í gær, 16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...