Tækifæri fyrir íslenskan fisk á Indlandi

Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur ...
Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur líklega ekki efni á íslenskum fiski en hótel og veitingastaðir vilja hráefni í hæsta gæðaflokki. AFP

Reply fiski hefur gengið vel að hefja sölu á íslenskum sjávarafurðum til Indlands. Þegar byrjað verður að fljúga beint til Indlands í lok árs ætti sendingartíminn að styttast töluvert og kostnaður að lækka. Fullnægja þarf ströngum formkröfum og íslenskur fiskur ber 10-30% toll.

WOW air tilkynnti fyrr á árinu að flugfélagið myndi í desember hefja beint flug frá Keflavík til Delí á Indlandi. Er reiknað með að WOW bæti við a.m.k. einum áfangastað á Indlandi og eins hefur Icelandair lýst yfir áhuga á að fljúga til Indlands.

Íslenskir fiskútflytjendur hafa nýtt tækifærið þegar flugfélögin hafa stækkað leiðakerfi sitt og tekist að opna nýja markaði fyrir ferskar íslenskar sjávarafurðir. Í tilviki Indlands virðast þreifingarnar ætla að fara hægt af stað og gat blaðamaður greint það hjá útflutningsfyrirtækjunum að þau væru ekki enn farin að gefa Indlandi mikinn gaum.

Siddharth Swaminathan, kallaður Sidd, getur aftur á móti ekki beðið eftir fyrsta beina fluginu til Indlands og segist hann vera þess fullviss að áður en langt um líður verði fiskútflytjendur búnir að fullnýta vöruflutningagetu vélanna sem fljúga til Indlands. „Í hverri vél má reikna með plássi fyrir um tíu tonn af varningi og grunar mig að til lengri tíma litið muni það alls ekki vera nóg fyrir seljendur íslensks fisks á Indlandi. Við þurfum ekki annað en að skoða hve mikið magn af fiski fer frá Íslandi til Bandaríkjanna, en á Indlandi búa fjórfalt fleiri.“

Til Indlands á innan við 70 tímum

Sidd er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Reply fiskur (www.reply.is) og hefur um nokkurra mánaða skeið selt íslenskar sjávarafurðir til Indlands í samvinnu við IQS ehf. „Við sendum fiskinn til Bangalore, Kolkata, Chennai og Mumbai með viðkomu í Evrópu. Núverandi flutningsleið er nokkuð dýr og fiskurinn þarf að bíða í uppundir átta klukkustundir á milli véla en bein tenging við Indland ætti að vera hagkvæmari og flutningstíminn töluvert styttri. Beina flugið þýðir að við eigum auðveldara með að standa við það loforð okkar að afhenda kaupendum á Indlandi fiskinn innan við 70 klukkustundum eftir að hann var veiddur.“

Sidd er sonur fyrsta sendiherra Indlands á Íslandi og hefur sterka tengingu við landið. Í gegnum Reply hefur hann selt íslenskan fisk til Bandaríkjanna, Þýskalands, landanna á Íberíuskaga og til Brasilíu, en Indland bættist við fyrir átta mánuðum. Hann segir ekki hafa gengið þrautalaust að hefja sölu á Indlandi en til mikils sé að vinna enda markaðurinn risastór. „Indland er á hraðleið með að verða fjölmennasti markaður heims og ef okkur tækist að fá aðeins brotabrot af prósenti landsmanna til að kaupa íslenskan fisk yrðu það mjög arðbær viðskipti.“

Formkröfur, leyfi og tollar

Stærsta hindrunin sem Sidd rak sig á var að indversk stjórnvöld gera ófrávíkjanlegar kröfur um að ákveðið form sé á þeim vottorðum sem fylgja íslenska fiskinum. Tók marga mánuði að fullnægja formkröfunum og kallaði á tíðar ferðir á milli ráðuneyta, en hafðist svo á endanum. „Það er ekkert sem heitir að ætla að mæta upp í ráðuneyti og ætla að fá sísvona leyfi fyrir fisksendingu sem er væntanleg næsta dag. Biðtímar eru langir og innflutningsleyfið þarf að endurnýja á sex mánaða fresti.“

Segir Sidd að margir hafi verið reiðubúnir að hjálpa Reply að yfirstíga hindranirnar og nefnir hann m.a. Sigurð Ólafsson hjá IQS, Matvælastofnun, sendiráð Íslands á Indlandi, viðskiptaráðuneyti Indlands og Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra.

Íslenskur fiskur ber 30% toll á Indlandi ef hann er fluttur inn í bitum en 10% ef fiskurinn kemur til landsins heill og segir Sidd að það hafi einkum verið Norðmenn og Skotar sem hafi gert sig gildandi á markaðinum fyrir hágæða sjávarfang á Indlandi. Reply hefur aðallega selt fisk til leiðandi hótela og veitingastaða en að mati Sidd má reikna með því að hinn almenni indverski neytandi vilji neyta meira af hollum og hreinum sjávarafurðum og að markaðurinn fyrir íslenskan fisk stækki í takt við vaxandi velsæld í indversku þjóðfélagi:

„Það sem mig langar að gera er að kenna Indverjum að njóta íslenska fisksins eins og hann er. Indverjar hafa sínar matarhefðir og eru hrifnir af bragðmiklum kryddum og þegar fiskur er eldaður á þá vegu má fela ýmislegt, svo að framúrskarandi gæði hráefnisins koma ekki endilega svo skýrt fram.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Kynjabilið minnst hér á landi

08:31 Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...