214.000 kr. launahækkun án auglýsingar

Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Laun forstjóra Landspítalans voru hækkuð um 214.000 krónur með úrskurði kjararáðs árið 2011 án þess að kjararáð birti upplýsingar um það opinberlega. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest frá fjármálaráðuneytinu.

Í lögum um kjararáð, sem voru í gildi þar til ráðið var lagt niður um mánaðamótin, sagði að ráðið skyldi „birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“

Ákvörðun um launahækkun forstjórans var hins vegar ekki birt almenningi, en í úrskurði frá árinu 2011 þegar launahækkunin tók gildi segir einfaldlega:

„Ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Ekki er því útilokað að fleiri ríkisforstjórar hafi árið 2011 fengið launahækkun án þess að hún væri birt almenningi og kunna þau launakjör jafnvel að vera enn í gildi.

Yfirvinnueiningum fjölgað

Laun Landspítalaforstjóra voru ákvörðuð árið 2010 og honum þá úrskurðaðar 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í úrskurðum ráðsins, sem birtir eru á heimasíðu þess, er síðan ekki vikið orði að launakjörum forstjórans þar til nú um mánaðamótin þegar kjararáð úrskurðaði um laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana.

Því hefði mátt ætla að forstjórinn hefði frá árinu 2010 og þar til í síðasta mánuði tekið laun í samræmi við úrskurðinn frá árinu 2010. Í honum er forstjórinn settur í launaflokk 141 og úrskurðað að hann hafi 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í forstjórapistli sínum fyrir helgi greinir forstjórinn hins vegar frá því að hann hafi um árabil þegið 133 yfirvinnueiningar á mánuði.

Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs.
Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs. mbl.is/Golli

Við eftirgrennslan mbl.is kemur, sem fyrr segir, í ljós að laun hans voru hækkuð með úrskurðinum 2011 þótt engin leið sé fyrir almenning að átta sig á því. Páll Matthíasson, núverandi forstjóri Landspítalans, tók við embætti árið 2013 og hefur því alltaf tekið laun samkvæmt hinum nýja úrskurði.

Ein yfirvinnueining jafngildir nú 9.572 krónum og hefur forstjórinn því þegið 316.000 krónum hærri mánaðarlaun en talið var. Þegar ákvörðun um hækkunina var tekin árið 2011 var ein yfirvinnueining hins vegar 6.473 krónur og launahækkunin því 214.000 krónur.

Hvorki náðist í Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formann kjararáðs, né Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans.

Minni hækkun nú því launin voru hærri

Í umfjöllun mbl.is um nýjan úrskurð kjararáðs, þann síðasta áður en ráðið var lagt niður, var greint frá því að launaflokki forstjórans hefði verið breytt og yfirvinnueiningum fjölgað í 135 á mánuði. Í fréttinni var miðað við að forstjórinn hefði fyrir ákvörðunina haft 100 yfirvinnueiningar og út frá því var launahækkunin reiknuð.

Var því greint frá að afturvirk hækkun forstjórans, til hálfs árs, næmi 3,5 milljónum króna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að laun hans voru fyrir hærri en ætla mátti af upplýsingum kjararáðs. Af því leiðir að launahækkun forstjórans nú um mánaðamót var minni en greint var frá í fréttum mbl.is. Ný laun forstjórans eru 2.586.913 krónur, þau sömu og greint var frá.

Með öðrum orðum fékk forstjórinn ekki 3,5 milljóna króna eingreiðslu heldur hafði hann þegar þegið þann pening í hefðbundin laun, og gott betur. Á þeim rúmu átta árum sem liðin eru frá því laun forstjórans voru hækkuð með bréfi má ætla að hækkunin, sem ekki var auglýst, hafi skilað forstjóra spítalans í kringum 18 milljónum króna.

mbl.is

Innlent »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stolin og með röng skráningarnúmer

07:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu. Meira »

Breikkun bíður enn um sinn

07:37 Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir krefjast löggilds byggingarstjóra. ...
TIL LEIGU: 4ra herbergja íbúð í Kópavogi
Til leigu 4ra herbergja íbúð, miðhæð í þríbýlishúsi. Staðsetning - vesturbær Kó...