214.000 kr. launahækkun án auglýsingar

Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Laun forstjóra Landspítalans voru hækkuð um 214.000 krónur með úrskurði kjararáðs árið 2011 án þess að kjararáð birti upplýsingar um það opinberlega. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest frá fjármálaráðuneytinu.

Í lögum um kjararáð, sem voru í gildi þar til ráðið var lagt niður um mánaðamótin, sagði að ráðið skyldi „birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“

Ákvörðun um launahækkun forstjórans var hins vegar ekki birt almenningi, en í úrskurði frá árinu 2011 þegar launahækkunin tók gildi segir einfaldlega:

„Ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Ekki er því útilokað að fleiri ríkisforstjórar hafi árið 2011 fengið launahækkun án þess að hún væri birt almenningi og kunna þau launakjör jafnvel að vera enn í gildi.

Yfirvinnueiningum fjölgað

Laun Landspítalaforstjóra voru ákvörðuð árið 2010 og honum þá úrskurðaðar 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í úrskurðum ráðsins, sem birtir eru á heimasíðu þess, er síðan ekki vikið orði að launakjörum forstjórans þar til nú um mánaðamótin þegar kjararáð úrskurðaði um laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana.

Því hefði mátt ætla að forstjórinn hefði frá árinu 2010 og þar til í síðasta mánuði tekið laun í samræmi við úrskurðinn frá árinu 2010. Í honum er forstjórinn settur í launaflokk 141 og úrskurðað að hann hafi 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í forstjórapistli sínum fyrir helgi greinir forstjórinn hins vegar frá því að hann hafi um árabil þegið 133 yfirvinnueiningar á mánuði.

Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs.
Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs. mbl.is/Golli

Við eftirgrennslan mbl.is kemur, sem fyrr segir, í ljós að laun hans voru hækkuð með úrskurðinum 2011 þótt engin leið sé fyrir almenning að átta sig á því. Páll Matthíasson, núverandi forstjóri Landspítalans, tók við embætti árið 2013 og hefur því alltaf tekið laun samkvæmt hinum nýja úrskurði.

Ein yfirvinnueining jafngildir nú 9.572 krónum og hefur forstjórinn því þegið 316.000 krónum hærri mánaðarlaun en talið var. Þegar ákvörðun um hækkunina var tekin árið 2011 var ein yfirvinnueining hins vegar 6.473 krónur og launahækkunin því 214.000 krónur.

Hvorki náðist í Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formann kjararáðs, né Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans.

Minni hækkun nú því launin voru hærri

Í umfjöllun mbl.is um nýjan úrskurð kjararáðs, þann síðasta áður en ráðið var lagt niður, var greint frá því að launaflokki forstjórans hefði verið breytt og yfirvinnueiningum fjölgað í 135 á mánuði. Í fréttinni var miðað við að forstjórinn hefði fyrir ákvörðunina haft 100 yfirvinnueiningar og út frá því var launahækkunin reiknuð.

Var því greint frá að afturvirk hækkun forstjórans, til hálfs árs, næmi 3,5 milljónum króna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að laun hans voru fyrir hærri en ætla mátti af upplýsingum kjararáðs. Af því leiðir að launahækkun forstjórans nú um mánaðamót var minni en greint var frá í fréttum mbl.is. Ný laun forstjórans eru 2.586.913 krónur, þau sömu og greint var frá.

Með öðrum orðum fékk forstjórinn ekki 3,5 milljóna króna eingreiðslu heldur hafði hann þegar þegið þann pening í hefðbundin laun, og gott betur. Á þeim rúmu átta árum sem liðin eru frá því laun forstjórans voru hækkuð með bréfi má ætla að hækkunin, sem ekki var auglýst, hafi skilað forstjóra spítalans í kringum 18 milljónum króna.

mbl.is

Innlent »

Læknanemar lækna bangsa

16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar ef
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu á höfuðborgarsvæ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...