214.000 kr. launahækkun án auglýsingar

Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Laun forstjóra Landspítalans voru hækkuð um 214.000 krónur með úrskurði kjararáðs árið 2011 án þess að kjararáð birti upplýsingar um það opinberlega. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest frá fjármálaráðuneytinu.

Í lögum um kjararáð, sem voru í gildi þar til ráðið var lagt niður um mánaðamótin, sagði að ráðið skyldi „birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“

Ákvörðun um launahækkun forstjórans var hins vegar ekki birt almenningi, en í úrskurði frá árinu 2011 þegar launahækkunin tók gildi segir einfaldlega:

„Ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Ekki er því útilokað að fleiri ríkisforstjórar hafi árið 2011 fengið launahækkun án þess að hún væri birt almenningi og kunna þau launakjör jafnvel að vera enn í gildi.

Yfirvinnueiningum fjölgað

Laun Landspítalaforstjóra voru ákvörðuð árið 2010 og honum þá úrskurðaðar 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í úrskurðum ráðsins, sem birtir eru á heimasíðu þess, er síðan ekki vikið orði að launakjörum forstjórans þar til nú um mánaðamótin þegar kjararáð úrskurðaði um laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana.

Því hefði mátt ætla að forstjórinn hefði frá árinu 2010 og þar til í síðasta mánuði tekið laun í samræmi við úrskurðinn frá árinu 2010. Í honum er forstjórinn settur í launaflokk 141 og úrskurðað að hann hafi 100 yfirvinnueiningar á mánuði. Í forstjórapistli sínum fyrir helgi greinir forstjórinn hins vegar frá því að hann hafi um árabil þegið 133 yfirvinnueiningar á mánuði.

Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs.
Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs. mbl.is/Golli

Við eftirgrennslan mbl.is kemur, sem fyrr segir, í ljós að laun hans voru hækkuð með úrskurðinum 2011 þótt engin leið sé fyrir almenning að átta sig á því. Páll Matthíasson, núverandi forstjóri Landspítalans, tók við embætti árið 2013 og hefur því alltaf tekið laun samkvæmt hinum nýja úrskurði.

Ein yfirvinnueining jafngildir nú 9.572 krónum og hefur forstjórinn því þegið 316.000 krónum hærri mánaðarlaun en talið var. Þegar ákvörðun um hækkunina var tekin árið 2011 var ein yfirvinnueining hins vegar 6.473 krónur og launahækkunin því 214.000 krónur.

Hvorki náðist í Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formann kjararáðs, né Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans.

Minni hækkun nú því launin voru hærri

Í umfjöllun mbl.is um nýjan úrskurð kjararáðs, þann síðasta áður en ráðið var lagt niður, var greint frá því að launaflokki forstjórans hefði verið breytt og yfirvinnueiningum fjölgað í 135 á mánuði. Í fréttinni var miðað við að forstjórinn hefði fyrir ákvörðunina haft 100 yfirvinnueiningar og út frá því var launahækkunin reiknuð.

Var því greint frá að afturvirk hækkun forstjórans, til hálfs árs, næmi 3,5 milljónum króna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að laun hans voru fyrir hærri en ætla mátti af upplýsingum kjararáðs. Af því leiðir að launahækkun forstjórans nú um mánaðamót var minni en greint var frá í fréttum mbl.is. Ný laun forstjórans eru 2.586.913 krónur, þau sömu og greint var frá.

Með öðrum orðum fékk forstjórinn ekki 3,5 milljóna króna eingreiðslu heldur hafði hann þegar þegið þann pening í hefðbundin laun, og gott betur. Á þeim rúmu átta árum sem liðin eru frá því laun forstjórans voru hækkuð með bréfi má ætla að hækkunin, sem ekki var auglýst, hafi skilað forstjóra spítalans í kringum 18 milljónum króna.

mbl.is

Innlent »

Viðurkenndi að hafa veist að eiginkonunni

15:25 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með alvarlegum hætti ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða 18. júlí, en brotið átti sér stað 24. maí. Meira »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

15:20 „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Hraðakstur í meðallagi í Mosfellsdal

15:04 Hraðamælingar lögreglu í Mosfellsdal sl. 2 ár benda ekki til þess að hraðakstur sé áberandi mikill á Þingvallavegi. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hraði ökumanna á veginum verið mældur með sérstökum hraðamælingabíl lögreglunnar og samkvæmt mælingunum er svonefnt brotahlutfall í meðallagi. Meira »

Einstaklingar geti aðeins keypt jarðir

14:26 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

14:21 Konan sem lést í banaslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal á laugardaginn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Meira »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu
Til sölu þískur opnari fyrir bílskúr. tegund: BERNAL Typ:BA 1000. 15000,-kr....
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f. Hjólsög: fræsari og hefill, afréttari o...
Leður hægindasófi til sölu
Til sölu vel með farinn hægindasófi með rafstýrðum hvíldarstólum. Selst á 60 þús...