Segja Katrínu fyrsta til að fagna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í frétt Guardian segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hafi verið fyrsti þjóðarleiðtoginn til að fagna opinberlega fréttum af frækilegri björgun allra drengjanna og þjálfarans úr hellinum á Taílandi.

Fréttinni, sem sett er fram í textafrásögn í beinni lýsingu af atburðarás dagsins, fylgir Twitter-færsla Katrínar. „Í dag sigraði vonin, samkenndin og hugrekkið,“ skrifar Katrín meðal annars.

Þá segir að þó að Katrín hafi verið fyrsti leiðtoginn til að fagna og samgleðjast verði hún alveg örugglega ekki sá síðasti.

Þannig fylgdi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í kjölfarið, meira en tíu mínútum síðar, og fagnaði björguninni á Twitter.

 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo einnig fagnað björgun liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert