20 ár frá opnun Hvalfjarðarganga

Fjöldi fólks var samankominn við opnun Hvalfjarðarganga 10. júlí 1998. …
Fjöldi fólks var samankominn við opnun Hvalfjarðarganga 10. júlí 1998. Fólki gafst kostur á að ganga í gegnum göngin áður en þau voru opnuð fyrir umferð. mbl.is/RAX

20 ár eru í dag frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir umferð og flaggað er við göngin í tilefni dagsins. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, opnaði göngin við hátíðlega athöfn við suðurmunna ganganna.

Flaggað er við Hvalfjarðargöng í dag en á þessum degi …
Flaggað er við Hvalfjarðargöng í dag en á þessum degi fyrir 20 árum voru göngin opnuð fyrir umferð. Ljósmynd/Björn Jóhann
frétt mbl.is á þessum degi.

Göngin voru opnuð átta mánuðum á undan áætlun. Göngin eru 5.484 metra löng og liggja dýpst 165 metra undir sjávarmáli. Með opnun ganganna styttist hringvegurinn um 42 kílómetra.

Davíð Odds­son, þáverandi for­sæt­is­ráðherra, og frú ásamt Páli Sig­ur­jóns­syni, stjórn­ar­for­manni …
Davíð Odds­son, þáverandi for­sæt­is­ráðherra, og frú ásamt Páli Sig­ur­jóns­syni, stjórn­ar­for­manni Foss­virk­is, og Gísla Gísla­syni bæj­ar­stjóra á Akra­nesi við upp­haf opn­un­ar­at­hafn­ar Hval­fjarðargang­anna. mbl.is/Golli

Við at­höfn­ina við suður­munn­ann fluttu Páll Sig­ur­jóns­son stjórn­ar­formaður Foss­virk­is, sem gróf göng­in, og Gísli Gísla­son bæj­ar­stjóri á Akra­nesi ávörp áður en Davíð Odds­son opnaði göng­in. Að því búnu óku lang­ferðabíl­ar með boðsgesti í gegn­um göng­in og önn­ur at­höfn hófst við norður­munn­ann klukk­an 14:45.

Gjaldtaka hefur verið í göngunum frá opnun en henni verður hætt í september þegar ríkið tekur við göng­un­um af Speli sem hefur séð um rekstur ganganna hingað til.

Hvalfjarðargöngin voru opnuð á björtum og fögrum degi fyrir 20 …
Hvalfjarðargöngin voru opnuð á björtum og fögrum degi fyrir 20 árum, 11. júlí 1998. mbl.is/Golli
mbl.is