Ásta ráðin sveitarstjóri Bláskógabyggðar

Ásta Stefánsdóttir er nýr sveitarstjóri í Bláskógabyggð.
Ásta Stefánsdóttir er nýr sveitarstjóri í Bláskógabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ásta Stefánsdóttir hefur verið ráðin sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Var hún valin úr hópi 24 umsækjenda. Ásta, sem er lögfræðingur að mennt, hefur undanfarin átta ár gengt starfi bæjarstjóra Árborgar. 

Var ráðning Ástu samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar í gær. Greint er frá ráðningunni á vef sveitarfélagsins.

mbl.is