Chris ruglar spár í ríminu

Veðurstofa Íslands

Strekkingsvindur er á heiðum norðvestan til og allhvasst á norðvanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Um að gera fyrir ferðalanga að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

„Sem fyrr er harla fátt spennandi í veðurkortunum fyrir næstu daga, sé horft með augum íbúa á Suður- og Vesturlandi. Staðan öllu betri í öðrum landshlutum, en þó mun rigna víða um land í dag. Íbúar á Austurlandi sleppa sennilega alfarið við úrkomuna og eru líkur á því að hiti nái 20 stigum þar. 

Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert, en sennilega hangir hann þó þurr. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.

Hvað gerist eftir laugardaginn er svo dálítið óráðið. Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Nýju-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina. Chris mun þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi, ef hann kemur, fyrst og fremst yrði um að ræða hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi. Og kannski kemur Chris bara alls ekki. Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Suðlæg átt, víða 5-13 m/s, en 13-18 á norðanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt. Fremur hæg vestlæg átt á morgun og skýjað en úrkomulítið um landið vestanvert, en bjartviðri á köflum austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. 

Á föstudag:
Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands. 

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á þriðjudag:
Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan.

mbl.is

Innlent »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

15:20 „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Hraðakstur í meðallagi í Mosfellsdal

15:04 Hraðamælingar lögreglu í Mosfellsdal sl. 2 ár benda ekki til þess að hraðakstur sé áberandi mikill á Þingvallavegi. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hraði ökumanna á veginum verið mældur með sérstökum hraðamælingabíl lögreglunnar og samkvæmt mælingunum er svonefnt brotahlutfall í meðallagi. Meira »

Einstaklingar geti aðeins keypt jarðir

14:26 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

14:21 Konan sem lést í banaslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal á laugardaginn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Meira »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Olíu og Vatnsheldur Lyftir 204 ...
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Bókalind - antikbókabúð
Er antikbókabúð og höfum við á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum m...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...