Eldurinn breiddi úr sér á örfáum mínútum

Sæborg NS, báturinn sem sökk á Héraðsflóa í gær.
Sæborg NS, báturinn sem sökk á Héraðsflóa í gær. Ljósmynd/Aðsend

Jón Svansson, eigandi bátsins Sæborgar NS sem sökk í gær á Héraðsflóa, segist telja að hann hafi gert allt rétt í þeim aðstæðum sem upp komu. Eldur kviknaði í vélarrúminu sem myndaði eitraðan reykjarmökk og breiddi hann úr sér um allan bátinn á nokkrum mínútum. Því var tíminn skammur fyrir Jón, en hann náði að forða sér frá borði og yfir í björgunarbát þaðan sem Landhelgisgæslan sótti hann á þyrlu og varð honum því ekki meint af.

Jón, sem verður sextugur á árinu og er með áratuga reynslu af sjómennsku, sagðist í samtali við mbl.is eiga tvo báta sem hann gerir út, með þeim sem sökk. Sæborgu NS hafði Jón aðallega notað í hákarlaveiði og var einmitt í þeim erindagjörðum þegar atvikið átti sér stað í gær. Þegar blaðamaður náði tali af Jóni var hann á leið í slökunarferð út í sveit. 

Jón Svansson. Myndin er tekin árið 2008 í Taílandi.
Jón Svansson. Myndin er tekin árið 2008 í Taílandi. Ljósmynd/Aðsend

Fann lykt sem gaf honum vísbendingu

„Ég var á leiðinni að taka upp hákarlalínur. Ég var búinn að sigla þarna í tvo og hálfan tíma og var kominn einhverjar tíu mílur norð-austur af Bjarnarey. Þá fór ég að finna lykt sem mér þótti vera vísbending um að olíuúði væri kominn í vélarrúmið. Vélin fer þá að drekka það í gegn um sig. Þegar ég kem út úr stýrishúsi þá er byrjað að rjúka út úr loftinntæki stjórnborðsmegin á bátnum,“ segir Jón, en hann segist ekki hafa orðið var við bilun í bátnum áður en atvikið átti sér stað.

Jón reyndi að skrúfa frá kolsýruslökkvibúnaði bátsins þegar hann sá reykinn en honum þótti það duga skammt. Á örfáum mínútum fylltist stýrishús bátsins af eitruðum reyk svo tíminn var naumur fyrir Jón. „Það var ekkert annað að gera, með eld frammi í bátnum, en að koma björgunarbátnum í sjóinn strax. Hlutirnir breyttust þegar ég sá hann blásast upp. Þá sá ég útgöngu út úr þessum aðstæðum. Það var ekki eftir neinu að bíða.“

Jón segir að hræðsla hafi ekki gert vart við sig ...
Jón segir að hræðsla hafi ekki gert vart við sig hjá honum þegar atvikið átti sér stað. Ljósmynd/Aðsend

Logaði nánast endanna á milli

Jón komst sjálfur út í björgunarbátinn og var því kominn frá brennandi bátnum þegar hann sendi út neyðarboð til landhelgisgæslunnar, en happ var að þyrla Landhelgisgæslunnar var skammt frá við ísbjarnarleit á Melrakkasléttu og send til hans þegar í stað. Hann segir ekki nema tíu mínútur hafa liðið frá því hann komst úr bátnum þar til hann var farinn að loga nánast endanna á milli. „Þetta gerðist alveg ofboðslega hratt.“

Aðspurður hvað hafi flogið gegn um huga hans á meðan á atvikinu stóð segir Jón að engin hræðsla hafi gert vart við sig hjá honum á þessari stundu. „Ég er svo lausnamiðaður að við svona aðstæður þá verð ég ekki hræddur. Það er fyrsta atriðið, þú mátt ekki verða hræddur, því þá gerir þú vitleysur. Ég er búinn að lenda í ýmsu í gegn um ævina og þetta hefur virkað vel. [...] Það sem flaug í gegn um hugann hjá mér var að koma björgunarbátnum strax í sjóinn og taka hann fram fyrir allar aðgerðir,“ segir Jón, en vegna þess skamma tíma sem hann hafði tók hann þá ákvörðun að sækja ekki flotgalla eða annan búnað þar sem stýrishúsið hafði þá þegar fyllst af reyk.  

„Ég hefði getað tekið upp á því að stökkva inn í reykinn til þess að ná mér í flotgalla í einhverjum vitleysisgangi. Þá hefði ég kannski verið búinn að anda reyknum að mér, reykurinn í þessu er eins eitraður og hann getur verið,“ segir Jón, en hann hefur farið á skyldubundin öryggisnámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna sem hann telur hafa komið að góðum notum.

Jón gerir hér að hákarli sem hann veiddi á bát ...
Jón gerir hér að hákarli sem hann veiddi á bát sínum sem sökk í gær. Ljósmynd/Aðsend

Aðstandendur fegnir

Sæborg NS maraði í hálfu kafi þegar Landhelgisgæslan sótti Jón með þyrlu, um hálftíma eftir að hann náði að senda út neyðarboðið, en báturinn sökk endanlega snemma í gærkvöldi. Jón er hins vegar vel tryggður og býst ekki við öðru en að fá tjónið bætt.

Jón segir allt hafa gengið vel fyrir sig eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kom. Hann taldi sig ekki þurfa á læknisaðstoð að halda, enda hafi hann ekki andað reyknum að sér. Jón segir þó að hans nánustu séu fegnir því að ekki hafi farið verr. „Jú, þetta var svolítið krítískt ástand á tímabili.“

mbl.is

Innlent »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...