Eldurinn breiddi úr sér á örfáum mínútum

Sæborg NS, báturinn sem sökk á Héraðsflóa í gær.
Sæborg NS, báturinn sem sökk á Héraðsflóa í gær. Ljósmynd/Aðsend

Jón Svansson, eigandi bátsins Sæborgar NS sem sökk í gær á Héraðsflóa, segist telja að hann hafi gert allt rétt í þeim aðstæðum sem upp komu. Eldur kviknaði í vélarrúminu sem myndaði eitraðan reykjarmökk og breiddi hann úr sér um allan bátinn á nokkrum mínútum. Því var tíminn skammur fyrir Jón, en hann náði að forða sér frá borði og yfir í björgunarbát þaðan sem Landhelgisgæslan sótti hann á þyrlu og varð honum því ekki meint af.

Jón, sem verður sextugur á árinu og er með áratuga reynslu af sjómennsku, sagðist í samtali við mbl.is eiga tvo báta sem hann gerir út, með þeim sem sökk. Sæborgu NS hafði Jón aðallega notað í hákarlaveiði og var einmitt í þeim erindagjörðum þegar atvikið átti sér stað í gær. Þegar blaðamaður náði tali af Jóni var hann á leið í slökunarferð út í sveit. 

Jón Svansson. Myndin er tekin árið 2008 í Taílandi.
Jón Svansson. Myndin er tekin árið 2008 í Taílandi. Ljósmynd/Aðsend

Fann lykt sem gaf honum vísbendingu

„Ég var á leiðinni að taka upp hákarlalínur. Ég var búinn að sigla þarna í tvo og hálfan tíma og var kominn einhverjar tíu mílur norð-austur af Bjarnarey. Þá fór ég að finna lykt sem mér þótti vera vísbending um að olíuúði væri kominn í vélarrúmið. Vélin fer þá að drekka það í gegn um sig. Þegar ég kem út úr stýrishúsi þá er byrjað að rjúka út úr loftinntæki stjórnborðsmegin á bátnum,“ segir Jón, en hann segist ekki hafa orðið var við bilun í bátnum áður en atvikið átti sér stað.

Jón reyndi að skrúfa frá kolsýruslökkvibúnaði bátsins þegar hann sá reykinn en honum þótti það duga skammt. Á örfáum mínútum fylltist stýrishús bátsins af eitruðum reyk svo tíminn var naumur fyrir Jón. „Það var ekkert annað að gera, með eld frammi í bátnum, en að koma björgunarbátnum í sjóinn strax. Hlutirnir breyttust þegar ég sá hann blásast upp. Þá sá ég útgöngu út úr þessum aðstæðum. Það var ekki eftir neinu að bíða.“

Jón segir að hræðsla hafi ekki gert vart við sig ...
Jón segir að hræðsla hafi ekki gert vart við sig hjá honum þegar atvikið átti sér stað. Ljósmynd/Aðsend

Logaði nánast endanna á milli

Jón komst sjálfur út í björgunarbátinn og var því kominn frá brennandi bátnum þegar hann sendi út neyðarboð til landhelgisgæslunnar, en happ var að þyrla Landhelgisgæslunnar var skammt frá við ísbjarnarleit á Melrakkasléttu og send til hans þegar í stað. Hann segir ekki nema tíu mínútur hafa liðið frá því hann komst úr bátnum þar til hann var farinn að loga nánast endanna á milli. „Þetta gerðist alveg ofboðslega hratt.“

Aðspurður hvað hafi flogið gegn um huga hans á meðan á atvikinu stóð segir Jón að engin hræðsla hafi gert vart við sig hjá honum á þessari stundu. „Ég er svo lausnamiðaður að við svona aðstæður þá verð ég ekki hræddur. Það er fyrsta atriðið, þú mátt ekki verða hræddur, því þá gerir þú vitleysur. Ég er búinn að lenda í ýmsu í gegn um ævina og þetta hefur virkað vel. [...] Það sem flaug í gegn um hugann hjá mér var að koma björgunarbátnum strax í sjóinn og taka hann fram fyrir allar aðgerðir,“ segir Jón, en vegna þess skamma tíma sem hann hafði tók hann þá ákvörðun að sækja ekki flotgalla eða annan búnað þar sem stýrishúsið hafði þá þegar fyllst af reyk.  

„Ég hefði getað tekið upp á því að stökkva inn í reykinn til þess að ná mér í flotgalla í einhverjum vitleysisgangi. Þá hefði ég kannski verið búinn að anda reyknum að mér, reykurinn í þessu er eins eitraður og hann getur verið,“ segir Jón, en hann hefur farið á skyldubundin öryggisnámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna sem hann telur hafa komið að góðum notum.

Jón gerir hér að hákarli sem hann veiddi á bát ...
Jón gerir hér að hákarli sem hann veiddi á bát sínum sem sökk í gær. Ljósmynd/Aðsend

Aðstandendur fegnir

Sæborg NS maraði í hálfu kafi þegar Landhelgisgæslan sótti Jón með þyrlu, um hálftíma eftir að hann náði að senda út neyðarboðið, en báturinn sökk endanlega snemma í gærkvöldi. Jón er hins vegar vel tryggður og býst ekki við öðru en að fá tjónið bætt.

Jón segir allt hafa gengið vel fyrir sig eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kom. Hann taldi sig ekki þurfa á læknisaðstoð að halda, enda hafi hann ekki andað reyknum að sér. Jón segir þó að hans nánustu séu fegnir því að ekki hafi farið verr. „Jú, þetta var svolítið krítískt ástand á tímabili.“

mbl.is

Innlent »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan og norðaustan golu eða kalda í dag. Víða dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...