Katrín mætt á leiðtogafund NATO

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á leiðtogafundinn ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, …
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á leiðtogafundinn ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Ljósmynd/NATO

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti í morgun á leiðtogafund NATO ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Fundurinn er haldinn í nýjum höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í Belgíu og lýkur honum síðdegis á morgun.

Gert er ráð fyrir meðal helstu umræðuefna fundarins verði framlög aðildarríkjanna til varnar- og öryggismála, en fá ríki uppfylla kröfu NATO um að fjármunum sem tilsvarar 2% af þjóðarframleiðslu sé varið til málaflokksins.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fyrstur á staðinn og tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við honum. Trump hefur ítrekað sagt að hann telji önnur NATO-ríki þurfi að auka útgjöld sín til málaflokksins til þess að tryggja réttlátari dreifingu fjárhagslegra byrða.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræddu …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræddu saman við komu forsetans í morgun. Ljósmynd/NATO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert