Kviknaði í út frá hleðslusnúru

Ekki er ráðlagt að hlaða símann uppi í rúmi.
Ekki er ráðlagt að hlaða símann uppi í rúmi.

Eldur kviknaði í rúmdýnu á gistiheimili í Reykjavík í morgun. Betur fór en á horfðist en samkvæmt upplýsingum mbl.is kviknaði í dýnunni út frá símahleðslusnúru. Til allrar hamingju vaknaði konan sem svaf í rúminu en þegar hún lyfti upp sænginni blossaði upp töluverður eldur. 

Gestum á gistiheimilinu tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang og reykræsti húsnæðið. 

Varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að alltaf sé hætta á íkveikju út frá slíkum símasnúrum og fólki ráðlagt að vera ekki með síma sína í hleðslu uppi í rúmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert