Samstöðufundur með ljósmæðrum í dag

Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var fyrir síðasta samningafund …
Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var fyrir síðasta samningafund í deilunni sem fram fór 5. júlí. Efnt hefur verið til samstöðufundar á ný í dag. mbl.is/Hari

Efnt hef­ur verið til sam­stöðufund­ar með ljós­mæðrum við hús­næði rík­is­sátta­semj­ara í dag. Samn­inga­nefnd Ljós­mæðrafé­lags­ins fundar með samn­inga­nefnd rík­is­ins í dag og líkt og fyrir síðasta fund sem fram fór fyrir sex dögum verður blásið til samstöðufundar fyrir samningafundinn.

„Við endurtökum leikinn og sendum samninganefnd ljósmæðra inn á fund ríkissáttasemjara fullar af gleði og samstöðuafli,“ segir í tilkynningu frá stuðningshópi ljósmæðra. Fundurinn hefst klukkan 13:40, tuttugu mínútum áður en samningafundur hefst klukkan 14.

Ljós­mæður lögðu fram til­boð fyr­ir samn­inga­nefnd­ina á síðasta fundi en Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, sagði að samn­inga­nefnd­in hefði svarað því til að ekki væri hægt að ganga að þeim kröf­um eins og þær væru sett­ar fram. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju á fundinum í dag.

Upp­sagn­ir 12 ljós­mæðra á Land­spít­al­an­um tóku gildi um mánaðamótin og þá samþykktu ljós­mæður yf­ir­vinnu­bann sem tek­ur gildi eftir helgi.

„Sú staða er því komin upp að lífi og heilsu mæðra og ófæddra sem og nýfæddra barna er sett í hættu og því komið þungt hljóð í fólk. Kvíði er farinn að einkenna þessa stund í stað eftirvæntingar og gleði,“ segir í tilkynningu frá stuðningshópi ljósmæðra, sem hvetur fólk til að standa „með þeim sem standa við hlið okkar á okkar viðkvæmustu tímum og krefjumst leiðréttingar launa og öryggi okkar sem fæðum börn í þennan heim.“

Nánari upplýsingar um samstöðufundinn má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert