Skiptar skoðanir um breytingar á Airwaves

Eigendur Airwaves segja að nauðsynlegt hafi verið að endurskipuleggja hátíðina. ...
Eigendur Airwaves segja að nauðsynlegt hafi verið að endurskipuleggja hátíðina. Skiptar skoðanir eru um þær breytingar sem hafa verið gerðar meðal veitingamanna. mbl.is/Eggert

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað undanfarið í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina. Meðal þess sem ljóst er að muni taka breytingum á Airwaves í ár verður utandagskrá hátíðarinnar, (e. off-venue). Í fyrra voru um 50 staðir sem héldu tónleika í tengslum við hátíðina utan dagskrár og höfðu þeir þá aldrei verið fleiri. Nýir eigendur hátíðarinnar segjast vilja snúa þeirri miklu stækkun við, fækka utandagskráratriðum og auka fremur við formlega dagskrá.

Þáttökustöðum utan dagskrár frá hátíðinni í fyrra var á dögunum sent uppkast að samningi sem hljóðar upp á mun hærri fjárhæð fyrir þáttöku í utandagskránni auk nokkurra takmarkana, vilji þeir staðir taka þátt á nýjan leik. Skiptar skoðanir eru uppi um ágæti breytinganna meðal veitingamanna, en framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, Ísleifur Þórhallsson, segir nauðsynlegt að breyta fyrirkomulaginu svo hátíðin lifi. Klaus Ortlieb, veitingamaður og hóteleigandi á Hlemmi Square er ósáttur við fyrirkomulagið og segir forsvarsmenn hátíðarinnar beinlínis vera að framkvæma rán.

Off-venue ein stærsta ástæðan fyrir tapinu

Sena live, nýr eigandi hátíðarinnar, þreytir nú frumraun í rekstri hátíðarinnar en þeir tóku yfir reksturinn í febrúar síðastliðnum. Airwaves hefur undanfarin ár glímt við fjárhagsvanda, en tap af hátíðarinnar hefur nú numið tæplega 60 milljónum króna tvö ár í röð. Í kjölfar þessa hafa nýir eigendur nú tekið skipulag hátíðarinnar til gagngerrar endurskoðunar til þess að ná tökum á rekstrinum.

„Það var eitt sem blasti við okkur þegar við byrjuðum að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Ein stærsta einstaka ástæðan fyrir því að miðasalan var á niðurleið og tekjurnar sömuleiðis, var að það var ekki nógu mikil stjórn á off venue stöðum. Því var bara leyft að springa út,“ segir Ísleifur.

Hann segir stjórnendur hátíðarinnar vilja færa hana í nokkuð upprunalegt horf. „Það sem við erum að reyna að gera er að fara til baka, ná tökum á þessu upp á nýtt þannig að off-venue staður sé ekki að keppa við hátíðina sjálfa. [...] Það var einfaldlega búið að kenna fólki að það geti tekið hátíðina með trompi án þess að kaupa miða. Það augljóslega drepur miðasöluna og var að éta hátíðina lifandi.“

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Airwaves.
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Airwaves. mbl.is/Eggert

Eigi ekki að vera samkeppni við hátíðina

Ísleifur segir að stjórnendur hátíðarinnar hafi þurft að búa til einfalda skilgreiningu fyrir utandagskráina.

„Off-venue er eitthvað sem bætir við hátíðina en keppir ekki við hana. Þetta eru öðruvísi staðir heldur en official staðirnir, á öðrum tíma með öðruvísi atriði. Þetta er ekkert voðalega flókið, við getum ekki leyft off-venue stöðum að vera í samkeppni við okkur. Við getum ekki leyft því að þrífast.“

Ísleifur segir jafnframt að stjórnendur hátíðarinnar hafi gefið öllum fyrrum tónleikahöldurum utan dagskrár kost á þátttöku í formi breytts samnings. Samkvæmt heimildum mbl.is er m.a. viðmiðunarverð fyrir þátttöku utan dagskrár fyrir alla hátíðina nú um hálf milljón króna í stað um 60 þúsund króna sem hafi verið uppsett verð áður. Ísleifur segir þó að samningurinn sé settur fram sem yfirlýsing um þær breytingar sem nauðsynlegar séu en stjórnendur vilji þó gjarnan heyra álit staðanna. Taka verði mið af því að kostnaðurinn sé samsettur af daggjöldum sem séu mishá eftir dögum. Þá séu sérstök gjöld fyrir staði sem ekki séu í rekstri með hagnaðarsjónarmið en vilji taka þátt, t.d. Hitt húsið og elliheimilið Grund.

Vörumerkið fái sneið af kökunni

Aðspurður hvort stjórnendur hátíðarinnar hafi fundið fyrir óánægju segir Ísleifur að viðtökur rekstraraðila við samningnum hafi vissulega verið misjafnar. „Ég verð að segja að flestir sýna þessu bara þó nokkurn eða fullan skilning.“ segir Ísleifur. Hann bætir því við að takmarkið hafi jafnframt verið að fækka stöðunum og nú sjái stjórnendur hátíðarinnar fram á að utandagskrárstaðir verði rúmlega 20 talsins, sem sé mun eðlilegra en þeir 50 staðir sem áður tóku þátt utan dagskrár.

„Vandamálið við rekstur Airwaves er það að vörumerkið er gríðarlega sterkt og það býr til fullt af viðskiptum fyrir fullt af aðilum, en hátíðin sjálf þurfti á endurskipulagningu að halda. Ég vil þó taka fram að í þessu felst engin gagnrýni á fyrri stjórnendur; þau voru að gera sitt besta við erfiðar aðstæður,“ segir Ísleifur. Hann bendir á að utandagskrárstaðir fái mikla kynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar og gestum sé beint á samstarfsstaði sem skapi verðmæti í formi viðskipta. Hann segir því eðlilegt að vörumerkið njóti, upp að vissu marki, góðs af því sem það stendur sjálft fyrir. „Við viljum koma með þá hugmynd að vörumerkið sem keyrir þetta allt áfram fái sneið af kökunni.“

Ísleifur segir jafnframt að gróði sé ekki eitt af takmörkum eigenda hátíðarinnar. „Okkar markmið í rekstri Airwaves, núna og til lengri tíma, er að reka það á núlli, segir hann en bætir þó við að fyrir Senu live hafi það margvíslegar jákvæðar hliðarverkanir að vera í forsvari fyrir Airwaves. Þannig skapist m.a. betri tengingar við erlenda umboðsmenn.

Forsvarsmenn veitingahúsanna Dillon og Bryggjunnar Brugghúss sögðust í samtali við mbl.is skilja þessa afstöðu eigenda hátíðarinnar og munu veitingahúsin halda ótrauð áfram samstarfi við Iceland Airwaves þrátt fyrir breytt rekstrarfyrirkomulag. 

„Algjörlega fáránlegt“

Klaus Ortlieb, veitingamaður og hóteleigandi á Hlemmi Square, er ekki sammála Ísleifi og segir eigendur hátíðarinnar beinlínis framkvæma rán með því að hækka upphæðina úr 50 þúsund krónum í 500 þúsund krónur. Hlemmur Square hélt off-venue tónleika í fyrra en mun ekki taka þátt í ár. 

„Mér finnst þetta fáránlegt, algjörlega fáránlegt. Auk þess skipa þeir fyrir um að aðeins verði seldur Víking bjór á barnum og að þeir muni taka prósentu af veltu staðarins á meðan á viðburðinum stendur, 10%. Þetta er algjörlega galið. Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart verslunarfólki og fyrst og fremst er þetta ekki sanngjarnt gagnvart tónlistarfólki, því ég held að það komi ekki til með að vera nóg af off-venue stöðum í boði," segir Klaus.

Klaus Ortlieb, veitingamaður og hóteleigandi á Hlemmi Square.
Klaus Ortlieb, veitingamaður og hóteleigandi á Hlemmi Square. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir jafnframt óforsvaranlegt að skipað sé fyrir um að aðeins verði seldur Víking bjór á viðburðunum, þar sem margir staðir séu samningsbundnir Ölgerðinni. Þá muni kostnaðurinn verða enn meiri þegar upp er staðið. „Það sem var mest móðgandi var að þeir skyldu biðja mig um að semja. Afhverju ætti ég að vilja semja við þá? Á hvaða grundvelli? Á sama óheiðarlega grundvelli og þeir lögðu fram tilboðið? Ef þeir hefðu hækkað verðið um helming, þá hefði ég íhugað að semja,“ segir Klaus. 

Þegar hafa forsvarsmenn Kaffibarsins gefið það út að þeir muni ekki taka þátt í Airwaves í fyrsta skipti ár, en Kaffibarinn hefur tekið þátt frá upphafi. 

Uppfært kl. 13:20: Í tilkynningu til mbl.is segir Ísleifur Þórhallsson að skýrt hafi verið tekið fram í uppkasti samningsins að aðeins hafi verið um hugmyndir að ræða. Tilgangurinn hafi verið að hefja samtal og að Iceland Airwaves hafi óskað sérstaklega eftir viðbrögðum og athugasemdum. Þá segir hann rangt sem fram kemur hjá Klaus Ortlieb að stöðunum hafi verið skipað að selja ákveðnar tegundir af bjór. Það hafi verið umsemjanlegt ákvæði og unnt að fella það út úr samningi. Þeir hafi að eigin sögn reynt að fá staðina til þess að setja drykkinn sem styrkir Iceland Airwaves í forgrunn, en öðru hafi þeir sýnt skilning. 

mbl.is

Innlent »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7 milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...