Slökkviliðið færist úr kjallara fjölbýlishúss

Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á ...
Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á nýrri landfyllingu. Mynd/Aðsend

„Við vorum nú ekki alveg blautir á bak við eyrun þegar þetta gerðist,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings, í samtali við blaðamann mbl.is. Unnið hefur verið að eflingu slökkviliðs Norðurþings að undanförnu, meðal annars vegna starfsemi kísilverksmiðjunnar á Bakka, en þar kviknaði eldur í fyrradag.

Grímur fagnar því að samþykkt var á dögunum að byggja nýja slökkvistöð, en Norðurþing hefur samþykkt verksamning upp á 247 milljónir króna til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar. Stöðin mun bæta starfsumhverfi slökkviliðsins gríðarlega og hefur slökkviliðið beðið lengi eftir bættri aðstöðu að sögn Gríms.

„Við höfum ekki verið í neinni ákjósanlegri aðstöðu og erum það ekki enn. Við erum í mjög þröngum húsakosti, sem hefur staðið starfinu fyrir þrifum. Þetta er mikil bót af þessu, alveg klárlega,“ segir Grímur.

Samkvæmt Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, hefur staðið til í lengri tíma að tryggja slökkviliðinu betri aðstöðu. „Þetta er vissulega stór fjárfesting. Það er bara svoleiðis þegar slökkvistöðin er búin að vera, má eiginlega segja, í kjallara á fjölbýlishúsi í ansi langan tíma,“ segir hann og hlær.

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings. Ljósmynd/Norðurþing

Kísilver krefst innviða

Samkvæmt slökkviliðsstjóranum er nýja slökkvistöðin meðal annars til komin vegna starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka. „Við sinnum viðbragðsþjónustu fyrir það svæði, það hefur í takt við það verið unnið að því að efla starfsemi liðsins. Með þessari húsbyggingu, hún verður staðsett á nýrri norðurfyllingu sem gerir viðbragðstíma þarna út eftir mun styttri en við getum boðið í dag,“ segir hann.

„Það er alveg klárt að eiga við verkefni í þessu stóra mannvirki er meira en að segja það fyrir lítið aðstöðulaust lið. Þetta rennir enn frekar stoðum undir það að þörf hefur verið á því að efla þennan málaflokk, eins og gert hefur verið sem betur fer,“ segir Grímur og vísar til nýrrar stöðvar og að nýr bíll hefur verið keyptur.

Fjölgað hefur slökkviliðsmönnum í fullu starfi og eru þeir nú þrír, en áður var aðeins einn í fullu starfi. Þá hefur einnig verið unnið markvisst að því að efla þekkingu slökkviliðsmanna og hafa verið haldnar æfingar með viðbragðshópi PCC að sögn Gríms. „Þetta er umtalsvert mikil breyting fyrir okkur.“

„Þetta er dýr málaflokkur í rekstri og mjög mikið atriði fyrir okkur að hlutirnir séu í lagi. Sérstaklega þegar svona ný starfsemi er annars vegar, sem er að einhverju leyti framandi og fylgir ákveðin áhætta,“ segir Kristján.

Engin tilboð bárust

Byggðaráð Norðurþings hefur samþykkt verksamning við Trésmiðjuna Rein ehf. til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík. Óskað var eftir tilboðum í verkið 16. janúar og lauk tilboðsfresti 7. febrúar.

Engin tilboð bárust áður en umræddur frestur rann út og samkvæmt fundargerð byggðaráðs ákvað Norðurþing að semja sérstaklega um verkið „í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu“.

Samningsfjárhæð er um 247 milljónir króna og er stefnt að því að hefja byggingu slökkvistöðvarinnar mánaðamótin ágúst-september, áætluð verklok eru í ágúst 2019. Þá mun um 20% húsnæðisins hýsa hafnir Norðurþings.

mbl.is

Innlent »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »

Fjórtán sóttu um - þrír hættu við

10:05 Fjórtán sóttu um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.  Meira »

Koma þingforsetans rædd fyrir ári

09:48 Enginn þeirra þingmanna sem sitja í forsætisnefnd Alþingis telja að þeir hefðu gert athugasemd við aðkomu Piu Kjærsgaard að fullveldisafmælinu, lítandi til baka, nema Jón Þór Ólafsson. „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá einstaklinginn, ég er að fá forseta þingsins,“ segir Brynjar Níelsson. Meira »

Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði

09:00 Forn kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði við fornleifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð. Meira »

Svæðið á hreyfingu fyrir skriðu

08:16 Fyrstu athuganir gefa til kynna að um sjö milljónir rúmmetra „vanti“ í hlíðar Fagraskógarfjalls ofan skriðtungunnar og dalbotnsins. Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS-leysitæki. Meira »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, og -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »
Húsgangaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...