Slökkviliðið færist úr kjallara fjölbýlishúss

Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á ...
Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á nýrri landfyllingu. Mynd/Aðsend

„Við vorum nú ekki alveg blautir á bak við eyrun þegar þetta gerðist,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings, í samtali við blaðamann mbl.is. Unnið hefur verið að eflingu slökkviliðs Norðurþings að undanförnu, meðal annars vegna starfsemi kísilverksmiðjunnar á Bakka, en þar kviknaði eldur í fyrradag.

Grímur fagnar því að samþykkt var á dögunum að byggja nýja slökkvistöð, en Norðurþing hefur samþykkt verksamning upp á 247 milljónir króna til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar. Stöðin mun bæta starfsumhverfi slökkviliðsins gríðarlega og hefur slökkviliðið beðið lengi eftir bættri aðstöðu að sögn Gríms.

„Við höfum ekki verið í neinni ákjósanlegri aðstöðu og erum það ekki enn. Við erum í mjög þröngum húsakosti, sem hefur staðið starfinu fyrir þrifum. Þetta er mikil bót af þessu, alveg klárlega,“ segir Grímur.

Samkvæmt Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, hefur staðið til í lengri tíma að tryggja slökkviliðinu betri aðstöðu. „Þetta er vissulega stór fjárfesting. Það er bara svoleiðis þegar slökkvistöðin er búin að vera, má eiginlega segja, í kjallara á fjölbýlishúsi í ansi langan tíma,“ segir hann og hlær.

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings. Ljósmynd/Norðurþing

Kísilver krefst innviða

Samkvæmt slökkviliðsstjóranum er nýja slökkvistöðin meðal annars til komin vegna starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka. „Við sinnum viðbragðsþjónustu fyrir það svæði, það hefur í takt við það verið unnið að því að efla starfsemi liðsins. Með þessari húsbyggingu, hún verður staðsett á nýrri norðurfyllingu sem gerir viðbragðstíma þarna út eftir mun styttri en við getum boðið í dag,“ segir hann.

„Það er alveg klárt að eiga við verkefni í þessu stóra mannvirki er meira en að segja það fyrir lítið aðstöðulaust lið. Þetta rennir enn frekar stoðum undir það að þörf hefur verið á því að efla þennan málaflokk, eins og gert hefur verið sem betur fer,“ segir Grímur og vísar til nýrrar stöðvar og að nýr bíll hefur verið keyptur.

Fjölgað hefur slökkviliðsmönnum í fullu starfi og eru þeir nú þrír, en áður var aðeins einn í fullu starfi. Þá hefur einnig verið unnið markvisst að því að efla þekkingu slökkviliðsmanna og hafa verið haldnar æfingar með viðbragðshópi PCC að sögn Gríms. „Þetta er umtalsvert mikil breyting fyrir okkur.“

„Þetta er dýr málaflokkur í rekstri og mjög mikið atriði fyrir okkur að hlutirnir séu í lagi. Sérstaklega þegar svona ný starfsemi er annars vegar, sem er að einhverju leyti framandi og fylgir ákveðin áhætta,“ segir Kristján.

Engin tilboð bárust

Byggðaráð Norðurþings hefur samþykkt verksamning við Trésmiðjuna Rein ehf. til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík. Óskað var eftir tilboðum í verkið 16. janúar og lauk tilboðsfresti 7. febrúar.

Engin tilboð bárust áður en umræddur frestur rann út og samkvæmt fundargerð byggðaráðs ákvað Norðurþing að semja sérstaklega um verkið „í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu“.

Samningsfjárhæð er um 247 milljónir króna og er stefnt að því að hefja byggingu slökkvistöðvarinnar mánaðamótin ágúst-september, áætluð verklok eru í ágúst 2019. Þá mun um 20% húsnæðisins hýsa hafnir Norðurþings.

mbl.is

Innlent »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »

„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

19:16 „Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW,“ segir Steinn Logi. Meira »

WOW air enn í viðræðum við kröfuhafa

19:14 Meirihluti skuldabréfaeigenda WOW air og aðrir kröfuhafar félagsins eiga í viðræðum um að komast að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Meira »

Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

18:50 Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

18:34 Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

17:35 Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.  Meira »

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

17:31 „Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun. Meira »

Mótmæltu hvalveiðum

16:01 Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.  Meira »

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

14:31 Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

13:50 „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Skiptast á að leika Matthildi

12:15 Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili. Meira »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...