Slökkviliðið færist úr kjallara fjölbýlishúss

Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á ...
Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á nýrri landfyllingu. Mynd/Aðsend

„Við vorum nú ekki alveg blautir á bak við eyrun þegar þetta gerðist,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings, í samtali við blaðamann mbl.is. Unnið hefur verið að eflingu slökkviliðs Norðurþings að undanförnu, meðal annars vegna starfsemi kísilverksmiðjunnar á Bakka, en þar kviknaði eldur í fyrradag.

Grímur fagnar því að samþykkt var á dögunum að byggja nýja slökkvistöð, en Norðurþing hefur samþykkt verksamning upp á 247 milljónir króna til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar. Stöðin mun bæta starfsumhverfi slökkviliðsins gríðarlega og hefur slökkviliðið beðið lengi eftir bættri aðstöðu að sögn Gríms.

„Við höfum ekki verið í neinni ákjósanlegri aðstöðu og erum það ekki enn. Við erum í mjög þröngum húsakosti, sem hefur staðið starfinu fyrir þrifum. Þetta er mikil bót af þessu, alveg klárlega,“ segir Grímur.

Samkvæmt Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, hefur staðið til í lengri tíma að tryggja slökkviliðinu betri aðstöðu. „Þetta er vissulega stór fjárfesting. Það er bara svoleiðis þegar slökkvistöðin er búin að vera, má eiginlega segja, í kjallara á fjölbýlishúsi í ansi langan tíma,“ segir hann og hlær.

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings. Ljósmynd/Norðurþing

Kísilver krefst innviða

Samkvæmt slökkviliðsstjóranum er nýja slökkvistöðin meðal annars til komin vegna starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka. „Við sinnum viðbragðsþjónustu fyrir það svæði, það hefur í takt við það verið unnið að því að efla starfsemi liðsins. Með þessari húsbyggingu, hún verður staðsett á nýrri norðurfyllingu sem gerir viðbragðstíma þarna út eftir mun styttri en við getum boðið í dag,“ segir hann.

„Það er alveg klárt að eiga við verkefni í þessu stóra mannvirki er meira en að segja það fyrir lítið aðstöðulaust lið. Þetta rennir enn frekar stoðum undir það að þörf hefur verið á því að efla þennan málaflokk, eins og gert hefur verið sem betur fer,“ segir Grímur og vísar til nýrrar stöðvar og að nýr bíll hefur verið keyptur.

Fjölgað hefur slökkviliðsmönnum í fullu starfi og eru þeir nú þrír, en áður var aðeins einn í fullu starfi. Þá hefur einnig verið unnið markvisst að því að efla þekkingu slökkviliðsmanna og hafa verið haldnar æfingar með viðbragðshópi PCC að sögn Gríms. „Þetta er umtalsvert mikil breyting fyrir okkur.“

„Þetta er dýr málaflokkur í rekstri og mjög mikið atriði fyrir okkur að hlutirnir séu í lagi. Sérstaklega þegar svona ný starfsemi er annars vegar, sem er að einhverju leyti framandi og fylgir ákveðin áhætta,“ segir Kristján.

Engin tilboð bárust

Byggðaráð Norðurþings hefur samþykkt verksamning við Trésmiðjuna Rein ehf. til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík. Óskað var eftir tilboðum í verkið 16. janúar og lauk tilboðsfresti 7. febrúar.

Engin tilboð bárust áður en umræddur frestur rann út og samkvæmt fundargerð byggðaráðs ákvað Norðurþing að semja sérstaklega um verkið „í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu“.

Samningsfjárhæð er um 247 milljónir króna og er stefnt að því að hefja byggingu slökkvistöðvarinnar mánaðamótin ágúst-september, áætluð verklok eru í ágúst 2019. Þá mun um 20% húsnæðisins hýsa hafnir Norðurþings.

mbl.is

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Max
...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...