Slökkviliðið færist úr kjallara fjölbýlishúss

Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á ...
Ný slökkviliðsstöð við Norðurgarð 5 á Húsavík mun rísa á nýrri landfyllingu. Mynd/Aðsend

„Við vorum nú ekki alveg blautir á bak við eyrun þegar þetta gerðist,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings, í samtali við blaðamann mbl.is. Unnið hefur verið að eflingu slökkviliðs Norðurþings að undanförnu, meðal annars vegna starfsemi kísilverksmiðjunnar á Bakka, en þar kviknaði eldur í fyrradag.

Grímur fagnar því að samþykkt var á dögunum að byggja nýja slökkvistöð, en Norðurþing hefur samþykkt verksamning upp á 247 milljónir króna til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar. Stöðin mun bæta starfsumhverfi slökkviliðsins gríðarlega og hefur slökkviliðið beðið lengi eftir bættri aðstöðu að sögn Gríms.

„Við höfum ekki verið í neinni ákjósanlegri aðstöðu og erum það ekki enn. Við erum í mjög þröngum húsakosti, sem hefur staðið starfinu fyrir þrifum. Þetta er mikil bót af þessu, alveg klárlega,“ segir Grímur.

Samkvæmt Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, hefur staðið til í lengri tíma að tryggja slökkviliðinu betri aðstöðu. „Þetta er vissulega stór fjárfesting. Það er bara svoleiðis þegar slökkvistöðin er búin að vera, má eiginlega segja, í kjallara á fjölbýlishúsi í ansi langan tíma,“ segir hann og hlær.

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings. Ljósmynd/Norðurþing

Kísilver krefst innviða

Samkvæmt slökkviliðsstjóranum er nýja slökkvistöðin meðal annars til komin vegna starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka. „Við sinnum viðbragðsþjónustu fyrir það svæði, það hefur í takt við það verið unnið að því að efla starfsemi liðsins. Með þessari húsbyggingu, hún verður staðsett á nýrri norðurfyllingu sem gerir viðbragðstíma þarna út eftir mun styttri en við getum boðið í dag,“ segir hann.

„Það er alveg klárt að eiga við verkefni í þessu stóra mannvirki er meira en að segja það fyrir lítið aðstöðulaust lið. Þetta rennir enn frekar stoðum undir það að þörf hefur verið á því að efla þennan málaflokk, eins og gert hefur verið sem betur fer,“ segir Grímur og vísar til nýrrar stöðvar og að nýr bíll hefur verið keyptur.

Fjölgað hefur slökkviliðsmönnum í fullu starfi og eru þeir nú þrír, en áður var aðeins einn í fullu starfi. Þá hefur einnig verið unnið markvisst að því að efla þekkingu slökkviliðsmanna og hafa verið haldnar æfingar með viðbragðshópi PCC að sögn Gríms. „Þetta er umtalsvert mikil breyting fyrir okkur.“

„Þetta er dýr málaflokkur í rekstri og mjög mikið atriði fyrir okkur að hlutirnir séu í lagi. Sérstaklega þegar svona ný starfsemi er annars vegar, sem er að einhverju leyti framandi og fylgir ákveðin áhætta,“ segir Kristján.

Engin tilboð bárust

Byggðaráð Norðurþings hefur samþykkt verksamning við Trésmiðjuna Rein ehf. til uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík. Óskað var eftir tilboðum í verkið 16. janúar og lauk tilboðsfresti 7. febrúar.

Engin tilboð bárust áður en umræddur frestur rann út og samkvæmt fundargerð byggðaráðs ákvað Norðurþing að semja sérstaklega um verkið „í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu“.

Samningsfjárhæð er um 247 milljónir króna og er stefnt að því að hefja byggingu slökkvistöðvarinnar mánaðamótin ágúst-september, áætluð verklok eru í ágúst 2019. Þá mun um 20% húsnæðisins hýsa hafnir Norðurþings.

mbl.is

Innlent »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...