Vatnsskammtarar innkallaðir

LURVIG-vatnsskammtari fyrir gæludýr.
LURVIG-vatnsskammtari fyrir gæludýr.

IKEA innkallar LURVIG-vatnsskammtara fyrir gæludýr vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

IKEA hafa borist tvær tilkynningar um að hundar hafi fest höfuðið í vatnskúplinum. Engar tilkynningar hafa borist hér á landi og aðeins voru átta eintök seld hér á landi.

„Við vitum að gæludýr eru elskaðir fjölskyldumeðlimir margra viðskiptavina okkar. Hjá IKEA setjum við öryggið ávallt í fyrsta sæti og þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að innkalla vatnsskammtarann,“ segir Petra Axdorff, vörustjóri hjá IKEA of Sweden AB, í fréttatilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert