Gekk í skrokk á sambýliskonunni

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dómari við Héraðsdóm Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi með því að hafa beitt sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi. Hann var jafnframt dæmdur fyrir þjófnað og hylmingu. Maðurinn neitaði að hafa gengið í skrokk á konunni og hún kvaðst ekki muna til þess að hafa verið beitt ofbeldi af hans hálfu. 

Samkvæmt ákærðu réðst maðurinn á sambýliskonu sína, stappaði og sparkaði ítrekað í andlit hennar og líkama, þar sem hún lá á göngustíg á Ísafirði, með þeim afleiðingum að hún fjölmarga áverka á líkama og andliti. 

Eins og áður sagði neitaði maðurinn að hafa ráðist á konuna. Þegar málið kom fyrir dóm var hann farinn af landi brott ásamt konunni en við skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann að þau hafi verið að ganga heim úr matvöruverslun og hún verið frekar full og ýtt í hann. Hann hafi ýtt við henni svo hún hefði dottið. Hann hefði svo hjálpað henni á fætur. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa sparkað í hana. Að öðru leyti kvaðst hann ekki muna eftir atvikum en hún myndi mögulega betur eftir þessu.

Hún bar í skýrslu sinni hjá lögreglu, daginn eftir atvikið, að hún myndi ekki eftir þessum atvikum. Hún myndi ekki eftir að hafa dottið, hún myndi ekki neitt. Vitni að atvikinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja.

„Hún hafi legið varnarlaus upp við girðingu og hann hafi séð árásarmanninn sparka allt að sjö sinnum í hana þar til hann náði að stöðva bifreið sína úti í kanti. Maðurinn hafi sparkaði í andlit stúlkunnar, síðu, brjóst, frá mjöðm og uppúr.

Vitnið kvaðst hafa farið úr bílnum og öskrað á manninn, sem þá hafi verið að stappa á konunni. Árásarmaðurinn hafi hætt og komið ógnandi á móti sér svo hann hafi bakkað frá, en ekki látið það stöðva sig vegna þess sem þarna fór fram. Árásarmaðurinn hafi þá farið en vitnið hringt til lögreglu og beðið hjá stúlkunni. Hún hafi verið mjög hrædd. Hann hafi reynt að tala við hana en ekki skilið hana. Hún hafi kveinkað sér undan verk í síðu og þá hafi hann séð roða á andliti hennar eins og eftir högg. Þá sagðist vitninu svo frá að þriðji maður hefði verið á staðnum en farið strax.

Áður en lögregla kom á staðinn hefði árásarmaðurinn snúið aftur á vettvang. Hann hefði gengið rösklega til stúlkunnar svo vitnið hafi hörfað frá, sér til varnar. Þau hafi talað saman og öskrað hvort á annað en svo fallist í faðma og gengið saman í burtu. Þegar lögreglu bar að garði benti vitnið á parið sem aðila málsins,“ er haft eftir vitni að líkamsárásinni í dómi héraðsdóms.

Niðurstaða læknisrannsóknar og lögreglu er á svipaða lund og er það sögn dómara hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi. 

Jafnframt beri að líta til þess að konan hefur búið hjá manninum frá því hún kom til landsins, hún er tuttugu árum yngri en hann og honum algerlega háð um lífsviðurværi, auk þess sem verulegur og sjáanlegur munur er á líkamsburðum þeirra. Konan hefur ekki íslenska kennitölu, hefur ekki haft hér atvinnu, né átt rétt á bótum sér til framfærslu hér á landi. 

Í sama dómi voru teknar fyrir fleiri ákærur á hendur manninum. Má þar nefna hylmingu á heimili sínu á Ísafirði. Þjófnað á mat og drykk í matvöruverslun og bakaríi og á áfengi á veitingastað í sama bæ.

Samkvæmt framlögðu sakavottorði  hefur hann í tvígang áður sætt viðurlögum vegna þjófnaðarbrota. 

mbl.is

Innlent »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »

Fjórtán sóttu um - þrír hættu við

10:05 Fjórtán sóttu um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.  Meira »

Koma þingforsetans rædd fyrir ári

09:48 Enginn þeirra þingmanna sem sitja í forsætisnefnd Alþingis telja að þeir hefðu gert athugasemd við aðkomu Piu Kjærsgaard að fullveldisafmælinu, lítandi til baka, nema Jón Þór Ólafsson. „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá einstaklinginn, ég er að fá forseta þingsins,“ segir Brynjar Níelsson. Meira »

Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði

09:00 Forn kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði við fornleifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð. Meira »

Svæðið á hreyfingu fyrir skriðu

08:16 Fyrstu athuganir gefa til kynna að um sjö milljónir rúmmetra „vanti“ í hlíðar Fagraskógarfjalls ofan skriðtungunnar og dalbotnsins. Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS-leysitæki. Meira »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, og -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...