Gekk í skrokk á sambýliskonunni

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dómari við Héraðsdóm Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi með því að hafa beitt sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi. Hann var jafnframt dæmdur fyrir þjófnað og hylmingu. Maðurinn neitaði að hafa gengið í skrokk á konunni og hún kvaðst ekki muna til þess að hafa verið beitt ofbeldi af hans hálfu. 

Samkvæmt ákærðu réðst maðurinn á sambýliskonu sína, stappaði og sparkaði ítrekað í andlit hennar og líkama, þar sem hún lá á göngustíg á Ísafirði, með þeim afleiðingum að hún fjölmarga áverka á líkama og andliti. 

Eins og áður sagði neitaði maðurinn að hafa ráðist á konuna. Þegar málið kom fyrir dóm var hann farinn af landi brott ásamt konunni en við skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann að þau hafi verið að ganga heim úr matvöruverslun og hún verið frekar full og ýtt í hann. Hann hafi ýtt við henni svo hún hefði dottið. Hann hefði svo hjálpað henni á fætur. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa sparkað í hana. Að öðru leyti kvaðst hann ekki muna eftir atvikum en hún myndi mögulega betur eftir þessu.

Hún bar í skýrslu sinni hjá lögreglu, daginn eftir atvikið, að hún myndi ekki eftir þessum atvikum. Hún myndi ekki eftir að hafa dottið, hún myndi ekki neitt. Vitni að atvikinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja.

„Hún hafi legið varnarlaus upp við girðingu og hann hafi séð árásarmanninn sparka allt að sjö sinnum í hana þar til hann náði að stöðva bifreið sína úti í kanti. Maðurinn hafi sparkaði í andlit stúlkunnar, síðu, brjóst, frá mjöðm og uppúr.

Vitnið kvaðst hafa farið úr bílnum og öskrað á manninn, sem þá hafi verið að stappa á konunni. Árásarmaðurinn hafi hætt og komið ógnandi á móti sér svo hann hafi bakkað frá, en ekki látið það stöðva sig vegna þess sem þarna fór fram. Árásarmaðurinn hafi þá farið en vitnið hringt til lögreglu og beðið hjá stúlkunni. Hún hafi verið mjög hrædd. Hann hafi reynt að tala við hana en ekki skilið hana. Hún hafi kveinkað sér undan verk í síðu og þá hafi hann séð roða á andliti hennar eins og eftir högg. Þá sagðist vitninu svo frá að þriðji maður hefði verið á staðnum en farið strax.

Áður en lögregla kom á staðinn hefði árásarmaðurinn snúið aftur á vettvang. Hann hefði gengið rösklega til stúlkunnar svo vitnið hafi hörfað frá, sér til varnar. Þau hafi talað saman og öskrað hvort á annað en svo fallist í faðma og gengið saman í burtu. Þegar lögreglu bar að garði benti vitnið á parið sem aðila málsins,“ er haft eftir vitni að líkamsárásinni í dómi héraðsdóms.

Niðurstaða læknisrannsóknar og lögreglu er á svipaða lund og er það sögn dómara hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi. 

Jafnframt beri að líta til þess að konan hefur búið hjá manninum frá því hún kom til landsins, hún er tuttugu árum yngri en hann og honum algerlega háð um lífsviðurværi, auk þess sem verulegur og sjáanlegur munur er á líkamsburðum þeirra. Konan hefur ekki íslenska kennitölu, hefur ekki haft hér atvinnu, né átt rétt á bótum sér til framfærslu hér á landi. 

Í sama dómi voru teknar fyrir fleiri ákærur á hendur manninum. Má þar nefna hylmingu á heimili sínu á Ísafirði. Þjófnað á mat og drykk í matvöruverslun og bakaríi og á áfengi á veitingastað í sama bæ.

Samkvæmt framlögðu sakavottorði  hefur hann í tvígang áður sætt viðurlögum vegna þjófnaðarbrota. 

mbl.is

Innlent »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A. sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Kröfunni hefur verið hafnað af Vegagerðinni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

08:18 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...