Gekk í skrokk á sambýliskonunni

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dómari við Héraðsdóm Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi með því að hafa beitt sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi. Hann var jafnframt dæmdur fyrir þjófnað og hylmingu. Maðurinn neitaði að hafa gengið í skrokk á konunni og hún kvaðst ekki muna til þess að hafa verið beitt ofbeldi af hans hálfu. 

Samkvæmt ákærðu réðst maðurinn á sambýliskonu sína, stappaði og sparkaði ítrekað í andlit hennar og líkama, þar sem hún lá á göngustíg á Ísafirði, með þeim afleiðingum að hún fjölmarga áverka á líkama og andliti. 

Eins og áður sagði neitaði maðurinn að hafa ráðist á konuna. Þegar málið kom fyrir dóm var hann farinn af landi brott ásamt konunni en við skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann að þau hafi verið að ganga heim úr matvöruverslun og hún verið frekar full og ýtt í hann. Hann hafi ýtt við henni svo hún hefði dottið. Hann hefði svo hjálpað henni á fætur. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa sparkað í hana. Að öðru leyti kvaðst hann ekki muna eftir atvikum en hún myndi mögulega betur eftir þessu.

Hún bar í skýrslu sinni hjá lögreglu, daginn eftir atvikið, að hún myndi ekki eftir þessum atvikum. Hún myndi ekki eftir að hafa dottið, hún myndi ekki neitt. Vitni að atvikinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja.

„Hún hafi legið varnarlaus upp við girðingu og hann hafi séð árásarmanninn sparka allt að sjö sinnum í hana þar til hann náði að stöðva bifreið sína úti í kanti. Maðurinn hafi sparkaði í andlit stúlkunnar, síðu, brjóst, frá mjöðm og uppúr.

Vitnið kvaðst hafa farið úr bílnum og öskrað á manninn, sem þá hafi verið að stappa á konunni. Árásarmaðurinn hafi hætt og komið ógnandi á móti sér svo hann hafi bakkað frá, en ekki látið það stöðva sig vegna þess sem þarna fór fram. Árásarmaðurinn hafi þá farið en vitnið hringt til lögreglu og beðið hjá stúlkunni. Hún hafi verið mjög hrædd. Hann hafi reynt að tala við hana en ekki skilið hana. Hún hafi kveinkað sér undan verk í síðu og þá hafi hann séð roða á andliti hennar eins og eftir högg. Þá sagðist vitninu svo frá að þriðji maður hefði verið á staðnum en farið strax.

Áður en lögregla kom á staðinn hefði árásarmaðurinn snúið aftur á vettvang. Hann hefði gengið rösklega til stúlkunnar svo vitnið hafi hörfað frá, sér til varnar. Þau hafi talað saman og öskrað hvort á annað en svo fallist í faðma og gengið saman í burtu. Þegar lögreglu bar að garði benti vitnið á parið sem aðila málsins,“ er haft eftir vitni að líkamsárásinni í dómi héraðsdóms.

Niðurstaða læknisrannsóknar og lögreglu er á svipaða lund og er það sögn dómara hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi. 

Jafnframt beri að líta til þess að konan hefur búið hjá manninum frá því hún kom til landsins, hún er tuttugu árum yngri en hann og honum algerlega háð um lífsviðurværi, auk þess sem verulegur og sjáanlegur munur er á líkamsburðum þeirra. Konan hefur ekki íslenska kennitölu, hefur ekki haft hér atvinnu, né átt rétt á bótum sér til framfærslu hér á landi. 

Í sama dómi voru teknar fyrir fleiri ákærur á hendur manninum. Má þar nefna hylmingu á heimili sínu á Ísafirði. Þjófnað á mat og drykk í matvöruverslun og bakaríi og á áfengi á veitingastað í sama bæ.

Samkvæmt framlögðu sakavottorði  hefur hann í tvígang áður sætt viðurlögum vegna þjófnaðarbrota. 

mbl.is

Innlent »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjö...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...