Sjúklingar bera kostnað vegna innköllunar

Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við ...
Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum. mbl.is/Hjörtur

Lyfsölum hérlendis er óheimilt lögum samkvæmt að taka við áður útgefnum lyfjum, jafnvel þrátt fyrir að lyfin hafi verið innkölluð. Neytendur geta því sem sakir standa almennt ekki fengið lyf endurgreidd, þrátt fyrir mælt sé gegn sölu þeirra.

Það eru því sjúklingar sem sitja uppi með kostnaðinn, kjósi þeir að nota ekki lyf sem hafa verið innkölluð af Lyfjastofnun, en þess ber að geta að stundum eru lyf einungis innkölluð frá lyfsölum, en sjúklingum ekki gert að skila þeim inn eða hætta notkun þeirra.

Kona nokkur hafði samband við ritstjórn mbl.is til að vekja athygli á þessari stöðu, en hún hafði reynt að skila inn lyfi sem Lyfjastofnun innkallaði nýlega, eftir að hafa leitað til læknis og fengið annað lyf við kvillum sínum. Hún baðst undan viðtali, en lyfið sem um ræðir inniheldur virka efnið valsartan.

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is vegna þessa segir Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, að stofnunin komi ekki að greiðslumálum lyfja en vilji samt „reyna að leggja sitt af mörkum til að kanna hvað er hægt að gera“.

Stofnunin hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum, segir Jana Rós.

„Vegna þess hversu hátt flækjustigið er, t.d. vegna þrepaskiptingar í greiðsluþátttöku, er sem stendur engin lausn uppi á borðinu. Áfram verður unnið að því að finna lausn hið fyrsta,“ segir í svarinu frá Lyfjastofnun.

Endurgreiðsla lyfja vandasöm

„Okkur er óheimilt að taka lyf til baka sem hafa verið seld, samkvæmt lögum og reglugerðum Lyfjastofnunar um það. Við megum ekki taka lyf sem hafa farið út úr apóteki til baka, nema til eyðingar,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju.

Hann segist kannast við að neytendur hafi reynt að fá lyf með virka efninu valsartan endurgreidd að undanförnu, en bendir á að ef apótek endurgreiddu seld lyf myndi það mögulega skekkja stöðu einstaklinga innan kerfis Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir lyf að hluta.

„Það gæti þá þurft að fara að draga eitthvað af honum til baka og svo framvegis, svo það er svolítið flækjustig í þessu.“

Á að vera í lagi að nota lyfin

Innköllunin sem um ræðir náði einungis til apóteka. Sjúklingum á að vera óhætt að nota lyf af þessu tagi sem þeir hafa þegar keypt, en í tilkynningu Lyfjastofnunar um innköllunina var tekið fram að ekki væri bráð hætta á ferðum og að enn sem komið væru engar vísbendingar um að mengunin sem orsakaði innköllunina hefði haft áhrif á heilsu þeirra sem notað hafa lyfin.

Mengunin sem uppgötvaðist í umræddum lyfjum er efni sem við langtímanotkun gæti aukið hættu á krabbameini lítils háttar, samkvæmt tilkynningu Lyfjastofnunar.

„Við eigum að skila öllu til heildsalans, en þetta er ekki innkallað frá sjúklingi. Fólk má klára þær birgðir sem það er með. Þú mátt klára skammtinn þinn,“ segir Sigurbjörn.

mbl.is

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

Í gær, 20:56 Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »