Sjúklingar bera kostnað vegna innköllunar

Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við ...
Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum. mbl.is/Hjörtur

Lyfsölum hérlendis er óheimilt lögum samkvæmt að taka við áður útgefnum lyfjum, jafnvel þrátt fyrir að lyfin hafi verið innkölluð. Neytendur geta því sem sakir standa almennt ekki fengið lyf endurgreidd, þrátt fyrir mælt sé gegn sölu þeirra.

Það eru því sjúklingar sem sitja uppi með kostnaðinn, kjósi þeir að nota ekki lyf sem hafa verið innkölluð af Lyfjastofnun, en þess ber að geta að stundum eru lyf einungis innkölluð frá lyfsölum, en sjúklingum ekki gert að skila þeim inn eða hætta notkun þeirra.

Kona nokkur hafði samband við ritstjórn mbl.is til að vekja athygli á þessari stöðu, en hún hafði reynt að skila inn lyfi sem Lyfjastofnun innkallaði nýlega, eftir að hafa leitað til læknis og fengið annað lyf við kvillum sínum. Hún baðst undan viðtali, en lyfið sem um ræðir inniheldur virka efnið valsartan.

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is vegna þessa segir Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, að stofnunin komi ekki að greiðslumálum lyfja en vilji samt „reyna að leggja sitt af mörkum til að kanna hvað er hægt að gera“.

Stofnunin hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum, segir Jana Rós.

„Vegna þess hversu hátt flækjustigið er, t.d. vegna þrepaskiptingar í greiðsluþátttöku, er sem stendur engin lausn uppi á borðinu. Áfram verður unnið að því að finna lausn hið fyrsta,“ segir í svarinu frá Lyfjastofnun.

Endurgreiðsla lyfja vandasöm

„Okkur er óheimilt að taka lyf til baka sem hafa verið seld, samkvæmt lögum og reglugerðum Lyfjastofnunar um það. Við megum ekki taka lyf sem hafa farið út úr apóteki til baka, nema til eyðingar,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju.

Hann segist kannast við að neytendur hafi reynt að fá lyf með virka efninu valsartan endurgreidd að undanförnu, en bendir á að ef apótek endurgreiddu seld lyf myndi það mögulega skekkja stöðu einstaklinga innan kerfis Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir lyf að hluta.

„Það gæti þá þurft að fara að draga eitthvað af honum til baka og svo framvegis, svo það er svolítið flækjustig í þessu.“

Á að vera í lagi að nota lyfin

Innköllunin sem um ræðir náði einungis til apóteka. Sjúklingum á að vera óhætt að nota lyf af þessu tagi sem þeir hafa þegar keypt, en í tilkynningu Lyfjastofnunar um innköllunina var tekið fram að ekki væri bráð hætta á ferðum og að enn sem komið væru engar vísbendingar um að mengunin sem orsakaði innköllunina hefði haft áhrif á heilsu þeirra sem notað hafa lyfin.

Mengunin sem uppgötvaðist í umræddum lyfjum er efni sem við langtímanotkun gæti aukið hættu á krabbameini lítils háttar, samkvæmt tilkynningu Lyfjastofnunar.

„Við eigum að skila öllu til heildsalans, en þetta er ekki innkallað frá sjúklingi. Fólk má klára þær birgðir sem það er með. Þú mátt klára skammtinn þinn,“ segir Sigurbjörn.

mbl.is

Innlent »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A. sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Kröfunni hefur verið hafnað af Vegagerðinni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...