Sjúklingar bera kostnað vegna innköllunar

Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við ...
Lyfjastofnun hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum. mbl.is/Hjörtur

Lyfsölum hérlendis er óheimilt lögum samkvæmt að taka við áður útgefnum lyfjum, jafnvel þrátt fyrir að lyfin hafi verið innkölluð. Neytendur geta því sem sakir standa almennt ekki fengið lyf endurgreidd, þrátt fyrir mælt sé gegn sölu þeirra.

Það eru því sjúklingar sem sitja uppi með kostnaðinn, kjósi þeir að nota ekki lyf sem hafa verið innkölluð af Lyfjastofnun, en þess ber að geta að stundum eru lyf einungis innkölluð frá lyfsölum, en sjúklingum ekki gert að skila þeim inn eða hætta notkun þeirra.

Kona nokkur hafði samband við ritstjórn mbl.is til að vekja athygli á þessari stöðu, en hún hafði reynt að skila inn lyfi sem Lyfjastofnun innkallaði nýlega, eftir að hafa leitað til læknis og fengið annað lyf við kvillum sínum. Hún baðst undan viðtali, en lyfið sem um ræðir inniheldur virka efnið valsartan.

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is vegna þessa segir Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, að stofnunin komi ekki að greiðslumálum lyfja en vilji samt „reyna að leggja sitt af mörkum til að kanna hvað er hægt að gera“.

Stofnunin hefur að eigin frumkvæði sett í gang vinnu við að finna lausn á þessum málum, segir Jana Rós.

„Vegna þess hversu hátt flækjustigið er, t.d. vegna þrepaskiptingar í greiðsluþátttöku, er sem stendur engin lausn uppi á borðinu. Áfram verður unnið að því að finna lausn hið fyrsta,“ segir í svarinu frá Lyfjastofnun.

Endurgreiðsla lyfja vandasöm

„Okkur er óheimilt að taka lyf til baka sem hafa verið seld, samkvæmt lögum og reglugerðum Lyfjastofnunar um það. Við megum ekki taka lyf sem hafa farið út úr apóteki til baka, nema til eyðingar,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju.

Hann segist kannast við að neytendur hafi reynt að fá lyf með virka efninu valsartan endurgreidd að undanförnu, en bendir á að ef apótek endurgreiddu seld lyf myndi það mögulega skekkja stöðu einstaklinga innan kerfis Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir lyf að hluta.

„Það gæti þá þurft að fara að draga eitthvað af honum til baka og svo framvegis, svo það er svolítið flækjustig í þessu.“

Á að vera í lagi að nota lyfin

Innköllunin sem um ræðir náði einungis til apóteka. Sjúklingum á að vera óhætt að nota lyf af þessu tagi sem þeir hafa þegar keypt, en í tilkynningu Lyfjastofnunar um innköllunina var tekið fram að ekki væri bráð hætta á ferðum og að enn sem komið væru engar vísbendingar um að mengunin sem orsakaði innköllunina hefði haft áhrif á heilsu þeirra sem notað hafa lyfin.

Mengunin sem uppgötvaðist í umræddum lyfjum er efni sem við langtímanotkun gæti aukið hættu á krabbameini lítils háttar, samkvæmt tilkynningu Lyfjastofnunar.

„Við eigum að skila öllu til heildsalans, en þetta er ekki innkallað frá sjúklingi. Fólk má klára þær birgðir sem það er með. Þú mátt klára skammtinn þinn,“ segir Sigurbjörn.

mbl.is

Innlent »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek.
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek. 173.000 km. Disel sjálfskiptur. v 1.2m.sko...