Segir ómögulegt að ruglast á tegundunum

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar

„Þegar hvalurinn syndir í sjónum þá er hann eins og langreyður, svo segja þeir mér þarna á hvalbátnum. Steypireyður er allt öðruvísi, þú sérð strax muninn,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., um hvalinn sem landað var í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags og hefur vakið heimsathygli. „Steypireyður er blá yfirlitum, enda heitir hann ‚blue whale‘ á ensku.“

Eftir að dýraverndunarsamtökin Hard To Port vöktu athygli á að um sjaldgæfan blendingshval gæti verið að ræða hafa spekingar um heim allan velt fyrir sér hvort að hvalurinn sé í raun steypireyður.

Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan ...
Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan blendingshval. Ljósmynd/Hard To Port

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og í umfjöllun BBC kemur fram í máli nokkurra sérfræðinga að þeir séu vissir um að steypireyði sé að ræða. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ segir Kristján í samtali við bresku fréttastofuna og segist handviss um að blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar, sé að ræða.

„Við sjáum mikið af þeim, þó nokkra nú þegar og meira þegar fer að líða á sumarið. Þeir blása, við sjáum þá í fjarska og keyrum svo að þeim. Þegar við komum nær sjáum við að þetta er steypireyður og látum hann vera og förum að leita að langreyði. Þetta er  búið að vera svona alveg síðan þeir voru friðaðir hér við land 1959. Við höfum aldrei veitt steypireyði síðan,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni mbl.is.

Segja veiðar á blendingshvölum á gráu svæði

Aðspurður segist Kristján halda að Hvalur hf. hafi veitt fimm blendingshvali, þann fyrsta árið 1987. Sjálfur hefur hann séð einn eða tvo og segir þann sem landað var nú um helgina keimlíkan.

Í frétt BBC af málinu segir að blendingshvalir séu afar sjaldgæfir og að veiðar á þeim séu á „gráu svæði“ og gefi veiðimönnum möguleikann á að afsaka sig með því að segjast hafa gert mistök.

Um fjölmiðlaathyglina sem málið hefur hlotið segir Kristján þetta minna á hjarðhegðun og spyr sig hvort ekki sé gúrkutíð. „Við höfum fengið þessa fimm áður og svo fáum við allt í einu þennan eina, þá fer allt á annan endann.“

Kristján segir fjölmörg sýni tekin úr hverjum hval sem eru síðan rannsökuð yfir veturinn. Hann segir DNA-mengi blendingshvalanna augljóslega frábrugðin steypireyðum og langreyðum. Í einum blendingshval hafi fundist fóstur, sem sé afar óvenjulegt enda séu blendingstegundir venjulega ófrjóar. „Það var rannsakað mjög vel og þótti mjög merkilegt.“

Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til ...
Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til að endurskoða hvalveiðar Íslendinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði við BBC að þrátt fyrir að við fyrstu skoðanir líti ekki út fyrir að um steypireyði sé að ræða taki stjórnvöld málið mjög alvarlega. Hann segist að svo stöddu ekki geta staðfest tegund hvalsins, en að talið sé líklegt að um blending sé að ræða. DNA-próf muni skera úr um það og segir Kristján Þór að framkvæmd þess verði flýtt.

mbl.is

Innlent »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun á tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónas Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...