Segir ómögulegt að ruglast á tegundunum

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar

„Þegar hvalurinn syndir í sjónum þá er hann eins og langreyður, svo segja þeir mér þarna á hvalbátnum. Steypireyður er allt öðruvísi, þú sérð strax muninn,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., um hvalinn sem landað var í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags og hefur vakið heimsathygli. „Steypireyður er blá yfirlitum, enda heitir hann ‚blue whale‘ á ensku.“

Eftir að dýraverndunarsamtökin Hard To Port vöktu athygli á að um sjaldgæfan blendingshval gæti verið að ræða hafa spekingar um heim allan velt fyrir sér hvort að hvalurinn sé í raun steypireyður.

Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan ...
Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan blendingshval. Ljósmynd/Hard To Port

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og í umfjöllun BBC kemur fram í máli nokkurra sérfræðinga að þeir séu vissir um að steypireyði sé að ræða. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ segir Kristján í samtali við bresku fréttastofuna og segist handviss um að blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar, sé að ræða.

„Við sjáum mikið af þeim, þó nokkra nú þegar og meira þegar fer að líða á sumarið. Þeir blása, við sjáum þá í fjarska og keyrum svo að þeim. Þegar við komum nær sjáum við að þetta er steypireyður og látum hann vera og förum að leita að langreyði. Þetta er  búið að vera svona alveg síðan þeir voru friðaðir hér við land 1959. Við höfum aldrei veitt steypireyði síðan,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni mbl.is.

Segja veiðar á blendingshvölum á gráu svæði

Aðspurður segist Kristján halda að Hvalur hf. hafi veitt fimm blendingshvali, þann fyrsta árið 1987. Sjálfur hefur hann séð einn eða tvo og segir þann sem landað var nú um helgina keimlíkan.

Í frétt BBC af málinu segir að blendingshvalir séu afar sjaldgæfir og að veiðar á þeim séu á „gráu svæði“ og gefi veiðimönnum möguleikann á að afsaka sig með því að segjast hafa gert mistök.

Um fjölmiðlaathyglina sem málið hefur hlotið segir Kristján þetta minna á hjarðhegðun og spyr sig hvort ekki sé gúrkutíð. „Við höfum fengið þessa fimm áður og svo fáum við allt í einu þennan eina, þá fer allt á annan endann.“

Kristján segir fjölmörg sýni tekin úr hverjum hval sem eru síðan rannsökuð yfir veturinn. Hann segir DNA-mengi blendingshvalanna augljóslega frábrugðin steypireyðum og langreyðum. Í einum blendingshval hafi fundist fóstur, sem sé afar óvenjulegt enda séu blendingstegundir venjulega ófrjóar. „Það var rannsakað mjög vel og þótti mjög merkilegt.“

Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til ...
Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til að endurskoða hvalveiðar Íslendinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði við BBC að þrátt fyrir að við fyrstu skoðanir líti ekki út fyrir að um steypireyði sé að ræða taki stjórnvöld málið mjög alvarlega. Hann segist að svo stöddu ekki geta staðfest tegund hvalsins, en að talið sé líklegt að um blending sé að ræða. DNA-próf muni skera úr um það og segir Kristján Þór að framkvæmd þess verði flýtt.

mbl.is

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

Í gær, 20:56 Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...