Segir ómögulegt að ruglast á tegundunum

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar

„Þegar hvalurinn syndir í sjónum þá er hann eins og langreyður, svo segja þeir mér þarna á hvalbátnum. Steypireyður er allt öðruvísi, þú sérð strax muninn,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., um hvalinn sem landað var í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags og hefur vakið heimsathygli. „Steypireyður er blá yfirlitum, enda heitir hann ‚blue whale‘ á ensku.“

Eftir að dýraverndunarsamtökin Hard To Port vöktu athygli á að um sjaldgæfan blendingshval gæti verið að ræða hafa spekingar um heim allan velt fyrir sér hvort að hvalurinn sé í raun steypireyður.

Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan ...
Dýraverndunarsamtökin Hard To Port telja Hval hf. hafa veitt sjaldgæfan blendingshval. Ljósmynd/Hard To Port

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og í umfjöllun BBC kemur fram í máli nokkurra sérfræðinga að þeir séu vissir um að steypireyði sé að ræða. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ segir Kristján í samtali við bresku fréttastofuna og segist handviss um að blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar, sé að ræða.

„Við sjáum mikið af þeim, þó nokkra nú þegar og meira þegar fer að líða á sumarið. Þeir blása, við sjáum þá í fjarska og keyrum svo að þeim. Þegar við komum nær sjáum við að þetta er steypireyður og látum hann vera og förum að leita að langreyði. Þetta er  búið að vera svona alveg síðan þeir voru friðaðir hér við land 1959. Við höfum aldrei veitt steypireyði síðan,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni mbl.is.

Segja veiðar á blendingshvölum á gráu svæði

Aðspurður segist Kristján halda að Hvalur hf. hafi veitt fimm blendingshvali, þann fyrsta árið 1987. Sjálfur hefur hann séð einn eða tvo og segir þann sem landað var nú um helgina keimlíkan.

Í frétt BBC af málinu segir að blendingshvalir séu afar sjaldgæfir og að veiðar á þeim séu á „gráu svæði“ og gefi veiðimönnum möguleikann á að afsaka sig með því að segjast hafa gert mistök.

Um fjölmiðlaathyglina sem málið hefur hlotið segir Kristján þetta minna á hjarðhegðun og spyr sig hvort ekki sé gúrkutíð. „Við höfum fengið þessa fimm áður og svo fáum við allt í einu þennan eina, þá fer allt á annan endann.“

Kristján segir fjölmörg sýni tekin úr hverjum hval sem eru síðan rannsökuð yfir veturinn. Hann segir DNA-mengi blendingshvalanna augljóslega frábrugðin steypireyðum og langreyðum. Í einum blendingshval hafi fundist fóstur, sem sé afar óvenjulegt enda séu blendingstegundir venjulega ófrjóar. „Það var rannsakað mjög vel og þótti mjög merkilegt.“

Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til ...
Kristján Þór hefur sagt að sér þyki ekki ástæða til að endurskoða hvalveiðar Íslendinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði við BBC að þrátt fyrir að við fyrstu skoðanir líti ekki út fyrir að um steypireyði sé að ræða taki stjórnvöld málið mjög alvarlega. Hann segist að svo stöddu ekki geta staðfest tegund hvalsins, en að talið sé líklegt að um blending sé að ræða. DNA-próf muni skera úr um það og segir Kristján Þór að framkvæmd þess verði flýtt.

mbl.is

Innlent »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »
Max
...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...