Ætlar að kanna málið nánar

Sveinn Sigurjónsson múrarameistari býr í Þverárkoti í Reykjavík.
Sveinn Sigurjónsson múrarameistari býr í Þverárkoti í Reykjavík. mbl.is/RAX

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, segir að hún hafi óskað eftir nánari skýringum í máli tæplega áttræðs Reykvíkings sem býr í Þverárkoti við rætur Esju.

Morgunblaðið greindi frá því á sunnudag að Sveinn Sigurjónsson múrarameistari þurfi að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yfir á til að komast heim á veturna. Það þarf hann að gera þrátt fyrir að búa í 116 Reykjavík. Honum hefur verið boðið að láta laga veginn að heimili sínu, gegn því að hann greiði helming kostnaðar, um sex milljónir króna hið minnsta.

„Þetta er auðvitað mál sem þarf að skoða og ég er búin að spyrjast fyrir um það. Ég óskaði nýverið eftir upplýsingum og ætla að kanna þetta nánar,“ segir Þórdís Lóa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert