„Afdrifarík ákvörðun fyrir alla“

Ölfusárbrú.
Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er náttúrulega afdrifarík ákvörðun fyrir alla þá sem reka verslun og þjónustu utan ár að loka allri umferð á brúnni í svo langan tíma. Það er fullt af fyrirtækjum sem eru hér, fyrir utan á, sem er verið að klippa í sundur,“ segir Einar Björnsson athafnamaður, í samtali við mbl.is, um þá ákvörðun að loka Ölfusárbrú í viku á meðan framkvæmdir á henni standa yfir.

Einar rekur veitingastaðinn Mömmumat og er staðurinn staðsettur fyrir fyrir utan á. Það þýðir að á meðan Ölfusárbrú er lokuð verður ekki hægt að komast á veitingastaðinn nema með því að taka á sig langan krók.

Ákveðið var að loka brúnni alveg á meðan framkvæmdir standa yfir og steypa hana alla í einu til að spara tíma. Það var talið skynsamlegri kostur en að steypa eina akbraut í einu og hleypa umferð yfir sitt á hvað.

Einar og fleiri fyrirtækjaeigendur eru afar óhressir með þessa ákvörðun og ekki síst samráðsleysi en margir þeirra lásu um fyrirhugaða lokun í fjölmiðlum. Allir átta þeir sig þó á mikilvægi þess að laga brúna en telja að betur hefði mátt standa að lokuninni.

„Þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif á okkur, mjög svo. Það er verið að kippa okkur úr sambandi nánast,“ segir Einar sem fær að meðaltali um 200 manns í mat til sín á hverjum degi.

Hann útilokar ekki að þurfa loka staðnum í vikunni sem að framkvæmdir standa yfir.

Einar íhugar nú að kvarta til bæjaryfirvalda yfir þessari útfærslu og spyrja þau „hvort ekki væri hægt að gera þetta helming og helming til að halda einhverju streymi í gegn um bæinn.“

Einar Björnsson rekur Mömmumat.is og Hvíta Húsið á Selfossi.
Einar Björnsson rekur Mömmumat.is og Hvíta Húsið á Selfossi. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson

Rögnvaldur Jóhannesson, eigandi Bílasölu Selfoss, er einnig afar óánægður með bæjaryfirvöld vegna málsins og telur að lokunin muni hafa talsverð áhrif á rekstur bílasölunnar. Hann frétti fyrst af fyrirhugaðri lokun brúarinnar á vef mbl.is.

 „Ég er eiginlega mest hissa á því að hafa ekki fengið neitt hérna inn á borð eða ekki einu sinni tölvupóst til að segja mér frá lokuninni. Ég les þetta bara í blöðunum,“ segir Rögnvaldur í samtali við mbl.is.

Margir aðrir fyrirtækjaeigendur á svæðinu höfðu sömu sögu að segja þegar mbl.is hafði samband við þá. Ekki var haft samband við neinn af þeim í aðdraganda ákvörðunarinnar um að loka brúnni alveg á meðan viðgerð stendur yfir.

Rögnvaldur Jóhannesson rekur Bílasölu Selfoss.
Rögnvaldur Jóhannesson rekur Bílasölu Selfoss. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þýskur drengur þakkaði fyrir fiskinn

15:38 Í síðustu viku barst Síldarvinnslunni í Neskaupstað skemmtilegt bréf frá Þýskalandi.  Meira »

Segist ranglega sökuð um trúnaðarbrot

15:21 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, segir Stefán Eiríksson borgarritara ranglega saka sig um að hafa brotið trúnað borgarráðs með því að hafa tjáð sig um skaðabótamálið sem Reykjavíkurborg tapaði vegna framkomu skrifstofustjóra gagnvart starfsmanni borgarinnar. Meira »

Varar við hættum ávanabindandi lyfja

14:53 Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embætti landlæknis gefið út viðvörun um afleiðingar slíkra lyfja. „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verið bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir á vef landlæknis. Meira »

Færri Íslendingar ferðast innanlands

14:40 Stuðningsfólk Miðflokksins virðist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu. Þá er stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegra en aðrir hópar til að ferðast eingöngu innanlands í sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga. Meira »

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum

14:06 Miðflokkurinn tapaði tæplega 16 milljónum króna samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem hefur verið skilað inn til Ríkisendurskoðunar og var birtur á vef stofnunarinnar í gær. Rekstur flokksins var 27,5 milljónir en tekjur um 11,8 milljónir. Samkvæmt ársreikningnum skuldaði Miðflokkurinn 17,2 milljónir við síðustu áramót. Meira »

„Sótti hann hálf dauðan heim til sín“

14:05 „Það verður eitthvað að gerast. Mér finnst þetta svo mikið lottó með líf fólks og mig langar ekki til að spila í því,“ segir Kristín Ólafsdóttir, móðir ungs manns sem vísað var úr framhaldsmeðferð í Vík í gær eftir að hafa skilað ófullnægjandi þvagprufu. Ekki greindust nein vímuefni í þvaginu. Meira »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...