Dæmdur nauðgari áfram í farbanni

Landsréttur hefur staðfest farbannið.
Landsréttur hefur staðfest farbannið. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Eldin Skoko, erlendur ríkisborgari sem var dæmdur fyrir nauðgun í byrjun þessa árs skuli áfram sæta farbanni.

Eldin var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar fyrir nauðgun sem átti sér stað á Akranesi í júlí í fyrra. Hann hefur sætt farbanni frá 2. júlí á síðasta ári.

Eldin áfrýjaði dómnum og er nú beðið eftir að mál hans komist á dagskrá Landsréttar. Eldin verður í farbanni þangað til að dómur gengur í máli hans í Landsrétti en þó eigi lengur en til 5. október.

Í farbannsúrskurðinum segir að Eldin sé erlendur ríkisborgari sem hvorki hafi tengsl við Ísland né atvinnuleyfi hér á landi. Því sé veruleg hætta á að Eldin reyni að yfirgefa landið og koma sér þannig undan málsókn og fullnustu refsingar gangi hann laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert