Ofurölvi datt í strætó

Maðurinn datt í strætisvagninum og var fluttur á sjúkrahús.
Maðurinn datt í strætisvagninum og var fluttur á sjúkrahús. mbl.is/Hari

Ofurölvi maður datt í strætisvagni sem var við Arnarsmára í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á höfuðið.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um málið klukkan 22.33. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Fleiri mál tengd ölvun komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt.

Rúmlega átta í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn við Hlemm. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnaði.

Um klukkustundu síðar var svo ofurölvi maður handtekinn við Ingólfstorg. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki meðferðis. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til ástand hans batnaði.

Þá handtók lögreglan mann í annarlegu ástandi við Tryggvagötu í gærkvöldi. Hann hafði þá ítrekað orðið til vandræða, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og er að auki grunaður um eignaspjöll.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert