Innkalla grísakótilettur úr Krónunni

Kótiletturnar spænsku hafa verið seldar undir vörumerki Krónunnar í verslunum …
Kótiletturnar spænsku hafa verið seldar undir vörumerki Krónunnar í verslunum um land allt. Ljósmynd/Aðsend

Krónan ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni vegna þess að við eftirlit á markaði hefur salmonella greinst í vörunni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en þar er tekið fram að nánari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.

Matvælastofnun hefur sömuleiðis sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við neyslu á kótilettunum.

Kótiletturnar spænsku hafa verið seldar undir vörumerki Krónunnar í verslunum um land allt. Neytendur sem keypt hafa þessar vörur eru beðnir um að skila þeim í næstu Krónuverslun og fá þær endurgreiddar. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Krónan.

Vöruheiti: Lúxus grísakótilettur úrb., lúxus grísakótilettur ítölsk marinering, lúxus grísakótilettur new york.

Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar.

Geymsluskilyrði: Kælivara.

Upprunaland kjöts: Spánn.

Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.

Framleiðandi: Krónan ehf.

Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert