Stefnir í fordæmalaust ástand á LSH

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Óljóst er nákvæmlega hver verða áhrif þess að ljósmæður hefja yfirvinnubann en yfirljósmóðir á Landspítalanum á erfitt með að svara því hvort öryggi þeirra sem þangað koma verði ógnað vegna manneklu.

Bannið á að taka gildi á miðvikudaginn. Ástandið er fordæmalaust á spítalanum og verið er að vinna að því að skýra stöðuna, sem er grafalvarleg að sögn yfirljósmóður.

Vaktaskýrsla sumarsins gildir áfram en þar sem nú eru sumarfrí verður erfitt að manna allar stöður.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki geta komið að samningaferlinu fyrr en minna ber á milli deiluaðila. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir svigrúm sitt til aðgerða í málinu lítið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »