Kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vitanlega sé það mjög alvarleg staða þegar báðar samninganefndir í kjaradeilu segi að þær séu komnar að þolmörkum og sjái ekki fram úr vandanum, líkt og formenn samninganefnda ríkisins og ljósmæðra sögðu hér í Morgunblaðinu í gær, en samninganefnd ríkisins hafnaði nýjustu kröfum ljósmæðra á sáttafundi í fyrradag.

Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nýjustu kröfur ljósmæðra um 18,4% launahækkun fyrir samning sem hafi aðeins átt að gilda í níu mánuði, væri uppskrift að óstöðugleika, hærri vöxtum og verðbólgu. Það hefði reynsla kynslóðanna kennt okkur.

Frá fundi samninganefndanna í húsakynnum ríkissáttasemjara á dögunum.
Frá fundi samninganefndanna í húsakynnum ríkissáttasemjara á dögunum. mbl.is/Eggert

„Það er ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin. Annars vegar í tengslum við þá stöðu sem er í heilbrigðiskerfinu vegna ljósmæðra. Þá er ég að vísa til uppsagna ljósmæðra og yfirvinnubanns þeirra. Hins vegar er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því almennt hver staðan er í kjaramálum á Íslandi í dag, eftir að við höfum náð fram á undanförnum árum algjörlega fordæmalausri kaupmáttaraukningu,“ sagði Bjarni.

Fjármálaráðherra segir að sé sérstaklega horft til ljósmæðra, og sé kröfum þeirra upp á 18,4% launahækkun bætt við þær launahækkanir sem orðið hafa hjá þeim á undanförnum fimm árum, frá árinu 2013, þá hefðu laun þeirra hækkað um 45% á tímabilinu.

Bjarni segir að krafan um 18,4% hækkun sé sett fram, jafnvel þótt ljósmæður vilji einungis semja til níu mánaða. „Eftir níu mánuði vilja þær væntanlega setjast niður með samninganefnd okkar og semja um enn frekari launahækkanir,“ sagði Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert