BBC fjallar um íslenskar kirkjur

Greinarhöfundi BBC þykja margar íslenskar kirkjur minna á bústaði huldufólks.
Greinarhöfundi BBC þykja margar íslenskar kirkjur minna á bústaði huldufólks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks.

Fjallað er um nokkrar íslenskar kirkjur og arkitekta þeirra og módernisma í íslenskri byggingarlist. Stykkishólmskirkja, Hallgrímskirkja, Blönduóskirkja, Kópavogskirkja og Mosfellskirkja eru nefndar auk nokkurra annarra, sem dæmi um sérstæðar íslenskar kirkjur.

Þá er einnig fjallað eilítið um sögu kristni á Íslandi og kirkjusókn Íslendinga, en greinarhöfundur veltir því fyrir sér hvaða tilgangi hinar sérstæðu kirkjur Íslendinga þjóni, þar sem einungis 10% Íslendinga segjast sækja kirkju einu sinni í mánuði eða oftar og 50% segjast aldrei fara til kirkju.

Umfjöllun BBC um íslenskar kirkjur og arkitekta þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert