„Fossinn sést mjög vel“

Hreinn segir skóginn framan við Skógafoss ekki vera eina atriðið …
Hreinn segir skóginn framan við Skógafoss ekki vera eina atriðið sem Skógræktin beitir sér fyrir. mbl.is/Ómar

Skógræktin varar við því að trjágróður við Skógafoss verði skertur. Þá mælir hún einnig með því að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við Skógafoss, m.a. til varnar áföllum vegna náttúruhamfara.

Þetta og fleira kemur fram í umsögn við drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Skógafoss sem Skógræktin sendi Umhverfisstofnun á dögunum.

Útsýni ekki vandamál

„Okkar áherslur eru kannski fyrst að viðhalda skóginum fyrir neðan fossinn. Það er þarna reitur sem var settur upp á sínum tíma, niðri við vegamótin á Skógum. Sumir hafa haft mikið á móti honum vegna þess að hann skyggi á útsýni frá veginum,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

„Í rauninni er það ekki stóra vandamálið sýnist mér. Þeir sem þekkja vel til vita það að fossinn sést bara mjög vel frá brúnni. Skógurinn á aldrei eftir að skyggja á þar,“ segir Hreinn en í drögunum segir m.a.: „Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að skógrækt vegna landgræðslu verði áfram á jaðarsvæði friðlýsta svæðisins og lagt er til að skógurinn verði grisjaður til að opna betur sýn að Skógafossi frá þjóðvegi.“

Hreinn segir þó skóginn framan við Skógafoss ekki vera eina atriðið sem Skógræktin beitir sér fyrir, landsvæðið á heiðinni fyrir ofan þarfnist einnig meiri athygli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert