Gekk fyrir umferð ökutækja

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn við gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar um klukkan þrjú í nótt. Hafði maðurinn þá verið að ganga fyrir umferð ökutækja sem þar áttu leið um.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar er maðurinn sagður hafa verið vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglunnar.

Alls voru níu bifreiðar stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, þar sem viðkomandi ökumenn voru ýmist grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna, eða hvors tveggja í senn.

Einn ökumannanna var að auki grunaður um að hafa stungið af frá umferðaróhappi, og enn annar var grunaður um brot á vopna- og lyfjalögum. Þriðji til viðbótar keyrði um á ótryggðu ökutæki og voru skráningarmerki þess því klippt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert