Veður og HM hafa áhrif

Skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi er af mörgum notaður sem áfangi …
Skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi er af mörgum notaður sem áfangi á miðri göngu yfir hálsinn. Ljósmynd/Útivist

Lélegt veður það sem af er sumri hefur ekki haft mikil áhrif á bókanir í skálum Ferðafélags Íslands að sögn framkvæmdastjóra félagsins, Páls Guðmundssonar.

Páll segir nokkra hreyfingu hafa verið í skálunum sem hefur ef til vill ekki tíðkast á síðustu árum, en að það stafi ekki síður af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en kulda og vætutíð.

„Það er mjög vel bókað núna. Mjög margir bókuðu síðastliðið haust. Svo þegar veðrið er svona vilja menn fara að breyta á síðustu stundu. Svo áttar fólk sig á leikjum á HM á síðustu stundu og vill einnig hreyfa sig eitthvað á milli þá,“ segir Páll. 

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, segist þó finna fyrir nokkrum mun á milli ára. „Það er eitthvað minna núna. Við sjáum líka að það hefur dregist saman hjá ferðaskrifstofum sem sjá um gönguferðir. Þó kannski af öðrum ástæðum. En þetta er þannig að við sjáum það.“

Veður hefur verið misjafn eftir landshlutum það sem liðið er af sumri en víðast hvar á hálendinu og suður- og vesturhluta landsins hefur úrkoma verið mikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert