Eiginlega bara eins og það gerist verst

Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið ...
Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið batnandi.

Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð.

Kjartan Jónsson hefur margoft komið til Afríku í tengslum við hjálparstarf og námskeiðahald. Í júní síðastliðnum fór hann í tveggja vikna ferð til Kenía og Tansaníu ásamt hópi vina og ættingja á aldrinum þrettán til áttatíu ára. Í hópnum voru meðal annars þær Sólveig Jónasdóttir, eiginkona Kjartans, og systir hans, Brynhildur Jónsdóttir. Allir í hópnum, fyrir utan Kjartan, Sólveigu og Bergþór, voru að koma á þessar slóðir í fyrsta sinn.

Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja fósturbörn sem fjölskyldan hefur styrkt í gegnum árin í Naíróbí í Kenía og kíkja á skóla við Viktoríuvatn sem félagið Vinir Kenía hefur stutt um áraraðir; auk þess að ganga frá samningi um byggingu vatnstanks við lítinn skóla í Tansaníu.

Inga Þyri og Brynhildur hafa einnig stutt fjölmörg börn í skólanum Little Bees í fátækrahverfi Naíróbí í mörg ár. Það er því óhætt að segja að ferðin hafi haft mikið tilfinningalegt gildi, sérstaklega fyrir þær mæðgur.

„Ég hafði ekki komið þarna áður,“ segir Brynhildur, „og þetta var algjörlega ólýsanlegt. Þetta var mjög tilfinningaþrungið. Að fá að hitta börnin sem maður er búinn að styrkja og börnin sem ég er búin að fylgjast með frá því þau voru tveggja ára. Þessir dagar sem við vorum þarna voru bara ein gæsahúð.“

Eins og það gerist verst

Sólveig fór til Kenía fyrir tólf árum og heimsótti þá Little Bees-skólann. „Sú upplifun situr enn þá í mér. Skólinn er inni í miðju fátækrahverfi og þarna eru opin holræsi og eiginlega bara eins og það gerist verst.“ Hún segir þó mikið hafa breyst til batnaðar og aðbúnaður barnanna sé orðinn mun betri en hann var þá. Hún hafi líka séð mikinn mun á börnunum. „Það er greinilega vel hugsað um þau, þau voru opin og örugg. Það var líka annar andi þarna og byggingarnar orðnar miklu betri.“

Kjartan tekur undir með Sólveigu og segir að þegar hann hafi fyrst komið í skólann hafi svæðið verið eitt drullusvað. „Þetta var bara röð af hreysum úr bárujárni og þarna rann í rauninni bara ræsi í gegnum staðinn. Þá voru um þrjátíu til fjörutíu börn í skólanum en nú eru þau um þrjú hundruð.“ Hann segir að hverfið sé enn gríðarlega fátækt og umhverfið í kringum skólann beri þess merki. En aðstaðan í skólanum sjálfum sé góð og í stað bárujárnskofanna séu nú komnar styrktar byggingar með steinsteyptu gólfi í stað moldargólfa.

Beðin um að lýsa húsnæðinu segir Brynhildur að þótt það þætti ekki flott á íslenskan mælikvarða sé það mjög fínt miðað við umhverfið í kringum skólann. „Allt er mjög snyrtilegt innandyra. Áður rann skólpið í gegn inni í skólanum þegar rigndi þannig að það kom upp malaría. Það var því mikið heilbrigðismál að loka þessu og félagið Little Bees safnaði fyrir því,“ segir Brynhildur.

„Einu sinni kom upp kólerufaraldur og þá dóu held ég þrjú börn. Þarna eru ber gólf og veggir og búið að teikna kennslutöflur á veggina. En það er í raun nánast ekkert kennsluefni, þannig lagað séð.“

Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur ...
Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur Jóhannsson, Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, Bergþór Úlfarsson, Inga Þyri Kjartansdóttir, Kjartan Jónsson, Jónas Hákon Kjartansson, Erlendur Þór Ólafsson, Gunnhildur Katrín Erlendsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Elín Halldóra Erlendsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Inga Sóley Kjartansdóttir fremst.

Ljónin komin eftir tvo, þrjá daga

Hópurinn dvaldi í Naíróbí í tvo daga en hélt svo af stað yfir til Tansaníu. „Við leigðum rútu með bílstjóra,“ segir Sólveig, „og keyrðum í gegnum Kenía í átt að Kisumu við Viktoríuvatnið. Þar fórum við yfir með ferju og héldum svo áfram þaðan til Tansaníu.“

Hópurinn heimsótti Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu. Hann er rúmlega þrettán þúsund kílómetrar að stærð, með fjölbreyttu dýralífi og stórfenglegri náttúru. Farið var í þriggja daga jeppaferð í gegnum þjóðgarðinn og þau Kjartan, Sólveig og Brynhildur eru sammála um að sú upplifun hafi verið einstök.

„Ég hef ferðast mjög mikið, en ég hefði ekki trúað því hvað þetta var mikil upplifun,“ segir Sólveig. „Við vorum í jeppum sem hægt var að opna toppinn á og maður gat næstum því teygt sig yfir í næsta ljón.“

„Þetta var magnað; miklu magnaðra en ég hefði haldið,“ segir Kjartan sem hafði áður farið í lítinn þjóðgarð í Nakuru í Kenía. „Það var ekkert þessu líkt. Þarna í Serengeti horfði maður á endalausar gnýjahjarðir fara yfir veginn fyrir framan okkur; það sá ekki fyrir endann á þeim.“

Sólveig segir þau hafa stoppað af og til fyrir myndatökur en þau hafi hvergi mátt fara út úr bílunum. „Við stoppuðum á einum stað til að fylgjast með hlébarða sem var með unga uppi í tré. En um leið og hann stökk niður úr trénu og labbaði í áttina að okkur var ekið af stað aftur. En við til dæmis stoppuðum heillengi, nokkra metra frá ljónum, að taka myndir.“ Sólveig segir bílunum hafa verið ekið eftir ákveðnum slóðum en enginn hafi mátt skipta sér af dýrunum. „Við sáum til dæmis sært dýr en verðirnir sögðu að það mætti ekkert gera við því, ljónin yrðu komin eftir tvo, þrjá tíma.“

Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum ...
Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum en enginn mátti fara út úr bílunum.

Í þjóðgarðinum gisti hópurinn í lúxustjöldum sem þau Brynhildur, Kjartan og Sólveig segja að hafi einnig verið mikil upplifun. Þar hafi ekki verið neinar girðingar og þau hafi heyrt í dýrunum á nóttunni. Enginn hafi farið út úr tjöldunum eftir að rökkva tók nema vörður fylgdi viðkomandi. Þá varð að gefa vörðunum merki með flautu, vasaljósi eða í gegnum talstöð.

Voruð þið ekkert hrædd?

„Nei, ég svaf alla vega svakalega vel allan tímann,“ segir Sólveig og hlær. „Í svona ferð er maður bara í ákveðnum gír, varkár og auðvitað stressaður en ekkert meira hræddur í þessum aðstæðum heldur en annars staðar. Maður var alveg jafnhræddur bara í umferðinni inni í borg.“

Hvað fannst ykkur standa upp úr í ferðinni?

„Börnin,“ segir Brynhildur. „Þau voru svo glöð og yndisleg.“

„Þjóðgarðurinn,“ segir Sólveig og bætir við að hún hefði viljað hafa meiri tíma. „Ég hefði gjarnan viljað hafa eina viku í viðbót, við fórum yfir svo stórt svæði á stuttum tíma.“

Kjartan segir margt eftirminnilegt úr ferðinni. „Meðal annars það að liggja í tjaldinu í þjóðgarðinum og hlusta á dýrin úti í nóttinni, skammt frá manni. Svo var gaman þegar við settumst inn á bar, sem var nú bara bárujárnskofi, og horfðum á íslenska landsliðið keppa við það nígeríska á HM. Sjónvarpið var með sólarsellu sem þurfti að slökkva á í hléinu.“ Hann hlær að minningunni þegar Íslendingarnir þurftu frá að hverfa, heldur lúpulegir, á meðan Afríkumenn voru afar kátir.

Brynhildur, Kjartan og Sólveig segja að heimsóknin hafi haft mikil áhrif á íslensku krakkana  sem hafi strax farið að velta upp hugmyndum hvernig þeir gætu lagt sitt af mörkum. „Dætur mínar voru dálítið aumar eftir heimsóknina fyrsta daginn í Little Bees. Það reynir á að geta bara hjálpað nokkrum börnum en ekki öllum,“ segir Brynhildur.

„Ég held að krakkarnir hafi uppgötvað þessi grimmilegu örlög sem fólk getur átt, hvort sem það eru krakkar á þeirra aldri eða fullorðið fólk. Fátækt er eitt, en það er bara engin undankomuleið þarna,“ segir Sólveig að lokum.

Nánar er fjallað um ferðalagið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

Í gær, 14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

Í gær, 13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

Í gær, 12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...