Eiginlega bara eins og það gerist verst

Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið ...
Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið batnandi.

Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð.

Kjartan Jónsson hefur margoft komið til Afríku í tengslum við hjálparstarf og námskeiðahald. Í júní síðastliðnum fór hann í tveggja vikna ferð til Kenía og Tansaníu ásamt hópi vina og ættingja á aldrinum þrettán til áttatíu ára. Í hópnum voru meðal annars þær Sólveig Jónasdóttir, eiginkona Kjartans, og systir hans, Brynhildur Jónsdóttir. Allir í hópnum, fyrir utan Kjartan, Sólveigu og Bergþór, voru að koma á þessar slóðir í fyrsta sinn.

Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja fósturbörn sem fjölskyldan hefur styrkt í gegnum árin í Naíróbí í Kenía og kíkja á skóla við Viktoríuvatn sem félagið Vinir Kenía hefur stutt um áraraðir; auk þess að ganga frá samningi um byggingu vatnstanks við lítinn skóla í Tansaníu.

Inga Þyri og Brynhildur hafa einnig stutt fjölmörg börn í skólanum Little Bees í fátækrahverfi Naíróbí í mörg ár. Það er því óhætt að segja að ferðin hafi haft mikið tilfinningalegt gildi, sérstaklega fyrir þær mæðgur.

„Ég hafði ekki komið þarna áður,“ segir Brynhildur, „og þetta var algjörlega ólýsanlegt. Þetta var mjög tilfinningaþrungið. Að fá að hitta börnin sem maður er búinn að styrkja og börnin sem ég er búin að fylgjast með frá því þau voru tveggja ára. Þessir dagar sem við vorum þarna voru bara ein gæsahúð.“

Eins og það gerist verst

Sólveig fór til Kenía fyrir tólf árum og heimsótti þá Little Bees-skólann. „Sú upplifun situr enn þá í mér. Skólinn er inni í miðju fátækrahverfi og þarna eru opin holræsi og eiginlega bara eins og það gerist verst.“ Hún segir þó mikið hafa breyst til batnaðar og aðbúnaður barnanna sé orðinn mun betri en hann var þá. Hún hafi líka séð mikinn mun á börnunum. „Það er greinilega vel hugsað um þau, þau voru opin og örugg. Það var líka annar andi þarna og byggingarnar orðnar miklu betri.“

Kjartan tekur undir með Sólveigu og segir að þegar hann hafi fyrst komið í skólann hafi svæðið verið eitt drullusvað. „Þetta var bara röð af hreysum úr bárujárni og þarna rann í rauninni bara ræsi í gegnum staðinn. Þá voru um þrjátíu til fjörutíu börn í skólanum en nú eru þau um þrjú hundruð.“ Hann segir að hverfið sé enn gríðarlega fátækt og umhverfið í kringum skólann beri þess merki. En aðstaðan í skólanum sjálfum sé góð og í stað bárujárnskofanna séu nú komnar styrktar byggingar með steinsteyptu gólfi í stað moldargólfa.

Beðin um að lýsa húsnæðinu segir Brynhildur að þótt það þætti ekki flott á íslenskan mælikvarða sé það mjög fínt miðað við umhverfið í kringum skólann. „Allt er mjög snyrtilegt innandyra. Áður rann skólpið í gegn inni í skólanum þegar rigndi þannig að það kom upp malaría. Það var því mikið heilbrigðismál að loka þessu og félagið Little Bees safnaði fyrir því,“ segir Brynhildur.

„Einu sinni kom upp kólerufaraldur og þá dóu held ég þrjú börn. Þarna eru ber gólf og veggir og búið að teikna kennslutöflur á veggina. En það er í raun nánast ekkert kennsluefni, þannig lagað séð.“

Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur ...
Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur Jóhannsson, Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, Bergþór Úlfarsson, Inga Þyri Kjartansdóttir, Kjartan Jónsson, Jónas Hákon Kjartansson, Erlendur Þór Ólafsson, Gunnhildur Katrín Erlendsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Elín Halldóra Erlendsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Inga Sóley Kjartansdóttir fremst.

Ljónin komin eftir tvo, þrjá daga

Hópurinn dvaldi í Naíróbí í tvo daga en hélt svo af stað yfir til Tansaníu. „Við leigðum rútu með bílstjóra,“ segir Sólveig, „og keyrðum í gegnum Kenía í átt að Kisumu við Viktoríuvatnið. Þar fórum við yfir með ferju og héldum svo áfram þaðan til Tansaníu.“

Hópurinn heimsótti Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu. Hann er rúmlega þrettán þúsund kílómetrar að stærð, með fjölbreyttu dýralífi og stórfenglegri náttúru. Farið var í þriggja daga jeppaferð í gegnum þjóðgarðinn og þau Kjartan, Sólveig og Brynhildur eru sammála um að sú upplifun hafi verið einstök.

„Ég hef ferðast mjög mikið, en ég hefði ekki trúað því hvað þetta var mikil upplifun,“ segir Sólveig. „Við vorum í jeppum sem hægt var að opna toppinn á og maður gat næstum því teygt sig yfir í næsta ljón.“

„Þetta var magnað; miklu magnaðra en ég hefði haldið,“ segir Kjartan sem hafði áður farið í lítinn þjóðgarð í Nakuru í Kenía. „Það var ekkert þessu líkt. Þarna í Serengeti horfði maður á endalausar gnýjahjarðir fara yfir veginn fyrir framan okkur; það sá ekki fyrir endann á þeim.“

Sólveig segir þau hafa stoppað af og til fyrir myndatökur en þau hafi hvergi mátt fara út úr bílunum. „Við stoppuðum á einum stað til að fylgjast með hlébarða sem var með unga uppi í tré. En um leið og hann stökk niður úr trénu og labbaði í áttina að okkur var ekið af stað aftur. En við til dæmis stoppuðum heillengi, nokkra metra frá ljónum, að taka myndir.“ Sólveig segir bílunum hafa verið ekið eftir ákveðnum slóðum en enginn hafi mátt skipta sér af dýrunum. „Við sáum til dæmis sært dýr en verðirnir sögðu að það mætti ekkert gera við því, ljónin yrðu komin eftir tvo, þrjá tíma.“

Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum ...
Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum en enginn mátti fara út úr bílunum.

Í þjóðgarðinum gisti hópurinn í lúxustjöldum sem þau Brynhildur, Kjartan og Sólveig segja að hafi einnig verið mikil upplifun. Þar hafi ekki verið neinar girðingar og þau hafi heyrt í dýrunum á nóttunni. Enginn hafi farið út úr tjöldunum eftir að rökkva tók nema vörður fylgdi viðkomandi. Þá varð að gefa vörðunum merki með flautu, vasaljósi eða í gegnum talstöð.

Voruð þið ekkert hrædd?

„Nei, ég svaf alla vega svakalega vel allan tímann,“ segir Sólveig og hlær. „Í svona ferð er maður bara í ákveðnum gír, varkár og auðvitað stressaður en ekkert meira hræddur í þessum aðstæðum heldur en annars staðar. Maður var alveg jafnhræddur bara í umferðinni inni í borg.“

Hvað fannst ykkur standa upp úr í ferðinni?

„Börnin,“ segir Brynhildur. „Þau voru svo glöð og yndisleg.“

„Þjóðgarðurinn,“ segir Sólveig og bætir við að hún hefði viljað hafa meiri tíma. „Ég hefði gjarnan viljað hafa eina viku í viðbót, við fórum yfir svo stórt svæði á stuttum tíma.“

Kjartan segir margt eftirminnilegt úr ferðinni. „Meðal annars það að liggja í tjaldinu í þjóðgarðinum og hlusta á dýrin úti í nóttinni, skammt frá manni. Svo var gaman þegar við settumst inn á bar, sem var nú bara bárujárnskofi, og horfðum á íslenska landsliðið keppa við það nígeríska á HM. Sjónvarpið var með sólarsellu sem þurfti að slökkva á í hléinu.“ Hann hlær að minningunni þegar Íslendingarnir þurftu frá að hverfa, heldur lúpulegir, á meðan Afríkumenn voru afar kátir.

Brynhildur, Kjartan og Sólveig segja að heimsóknin hafi haft mikil áhrif á íslensku krakkana  sem hafi strax farið að velta upp hugmyndum hvernig þeir gætu lagt sitt af mörkum. „Dætur mínar voru dálítið aumar eftir heimsóknina fyrsta daginn í Little Bees. Það reynir á að geta bara hjálpað nokkrum börnum en ekki öllum,“ segir Brynhildur.

„Ég held að krakkarnir hafi uppgötvað þessi grimmilegu örlög sem fólk getur átt, hvort sem það eru krakkar á þeirra aldri eða fullorðið fólk. Fátækt er eitt, en það er bara engin undankomuleið þarna,“ segir Sólveig að lokum.

Nánar er fjallað um ferðalagið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »

Rok og rigning

06:57 Reikna má með snörpum vindhviðum við fjöll fram eftir degi, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

06:02 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri sími 659 5648...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...